Valmynd

25. maí 2016 - kl: 21:54 | Körfuboltabúđir

Stćrstu körfuboltabúđirnar settar eftir viku

Frá Körfuboltabúđunum 2015. Mynd: Tracy Van Horne.
Frá Körfuboltabúđunum 2015. Mynd: Tracy Van Horne.

Áttundu Körfuboltabúðir KFÍ, og þær stærstu frá upphafi, verða settar á þriðjudagskvöldið kemur, 31. maí. Von er á ríflega 140 iðkendum til Ísafjarðar á aldrinum 10-16 ára, og koma krakkarnir víðsvegar að af landinu. Lætur nærri að þetta sé um 50% aukning frá síðasta ári. Búðirnar standa frá þriðjudegi til sunnudags og er von á vaskri sveit þjálfara allsstaðar að úr heiminum sem verða undir stjórn Finns Freys Stefánssonar, þjálfara karlaliðs KR - Íslandsmeistaranna 2016. Hátt í 20 þjálfarar munu komu að búðunum að þessu sinni, ýmist sem þjálfarar allan tímann eða sem gestir í styttri tíma.

 

Til viðbótar aðalbúðunum fara fram svokallaðar "Grunnbúðir" sem einkum eru ætlaðar börnum í 1.-3. bekk og fara þær fram á Austurvegi fimmtudag til laugardags. Þær eru hugsaðar sem forsmekkur að búðunum stóru og er æft í í tæpa klukkustund á dag í þrjá daga.

 

Að venju er heimavist Menntaskólans á Ísafirði nýtt undir iðkendur og fylgdarlið þeirra og svo er mötuneytið góða á sínum stað, undir stjórn Hugljúfar Ólafsdóttur, meistarakokks. Á þriðja hundrað manns tengjast búðunum með einum eða öðrum hætti í ár; iðkendur, þjálfarar, foreldrar og skipuleggjendur og aðrir sem leggja okkur lið. Búðunum hefur því heldur betur vaxið fiskur um hrygg frá því að þeim fyrstu var hleypt af stokkunum árið 2009. Þá voru iðkendur 50 talsins og fimm þjálfarar en í þeim búðum var grunnurinn lagður og hefur skipulagi þeirra verið fylgt vel eftir alla tíð. Vegna aukinnar aðsóknar í ár verður dagskrá búðanna með nokkuð breyttu sniði frá fyrri árum en það er von framkvæmdastjórnar búðanna að þær breytingar eigi eftir að falla í góðan jarðveg.

 

Helstu styrktaraðilar búðanna í ár eru Íslandssaga, Arna í Bolungarvík, Samkaup, Bakarinn og Hótel Ísafjörður.

 

Framkvæmdastjórn búðanna skipa: Guðni Guðnason, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir, Ingólfur Þorleifsson, Guðlaug Sigurjónsdóttir og Birna Lárusdóttir, sem jafnframt er framkvæmdastjóri búðanna. 

24. maí 2016 | Mfl. karla

Hinrik og Nökkvi semja viđ Vestra

Síđastliđinn föstudag, ţann 20. maí,  skrifuđu ţeir Hinrik Guđbjartsson og Nökkvi Harđarson undir samninga viđ körfuknattleiksdeild Vestra. Báđir eru ţeir f...
17. maí 2016 | Stjórn KFÍ

Síđasti ađalfundur KFÍ og sá fyrsti hjá KKD Vestra

Síđastliđinn fimmtudag, ţann 12. maí,  var söguleg stund í körfuboltalífinu á norđanverđum Vestfjörđum. Ţá var haldinn síđasti ađalfundur Körfuknattleiksfél...
10. maí 2016 | Yngri flokkar

Öruggur sigur hjá sjöunda flokki stúlkna í C-riđli

Um helgina kepptu stúlkurnar í 7. Flokki á síđasta móti vetrarins í C-riđli Íslansmótsins. Stelpurnar fengu ţann heiđur ađ vera síđasta liđiđ til ađ spila u...
09. maí 2016 | Yngri flokkar

8. flokkur drengja kveđur A-riđil í bili

Helgina 30. apríl til 1. maí tók 8. flokkur drengja ţátt í lokaumferđ A-riđils í Íslandsmóti KKÍ sem haldin var í Dalhúsum í Grafarvogi. Mótherjarnir voru  ...
04. maí 2016 | Yngri flokkar

Nýliđarnir reynslunni ríkari eftir viđburđarríkan vetur

Stúlkurnar í 8. flokki KFÍ (Vestra) luku keppni í C- riđli fimmtu og síđustu umferđar Íslandsmótsins um síđustu helgi. Ţćr eru nćr allar nýliđar í körfubolt...
03. maí 2016 | Yngri flokkar

Uppskeruhátíđin sjaldan eđa aldrei fjölmennari

Uppskeruhátíđ yngri flokka KFÍ (Vestra) fór fram á Torfnesi í gćr og muna elstu menn varla eftir öđru eins fjölmenni á sambćrilegum hátíđum félagsins. Ţetta...
02. maí 2016 | Tilkynningar, Stjórn KFÍ

Ađalfundur KFÍ 2016

Ađalfundur KFÍ 2016 verđur haldinn fimmtudaginn 12. maí. Fundurinn fer fram í fundarsal Ţróunarseturs (Háskólaseturs), Suđurgötu 12, Ísafirđi og hefst kl 18...
27. apríl 2016 | Yngri flokkar

Uppskeruhátíđ yngri flokka

Viđburđaríkt vetrarstarf yngri flokka KFÍ er senn á enda og lýkur ćfingum í flestum flokkum nú um helgina. Elstu iđkendurnir eru ţó enn í Íslandsmótum og ve...
Fylgdu okkur á
Facebook
Fylgdu okkur á
Twitter

Leikir og atburđir

Nćstu atburđir
Vefumsjón