Valmynd

jlfarar 2014

Þjálfarateymið okkar í körfuboltabúðunum 2014 er að taka á sig mynd.  Við kynnum fyrstu fjóra hér til leiks.  Fylgist með framhaldinu!

 

Arnar Gujnsson

Arnar Guðjónsson er einn af okkar allra efnilegustu þjálfurum. Hann hefur með miklum dugnaði náð góðum árangri á ferli sínum og verið aðalþjálfari hjá Aabyhoj í efstu deildinni í Danmörku.  Arnar byrjaði sinn þjálfunarferil hjá Sindra 2005-2007.  2007-2009 var hann aðstoðarþjálfari Fsu, 2009-2011 varð hann aðstoðarþjálfari Aabyhoj og 2011 tók hann við sem aðalþjálfari. Þetta er í þriðja skiptið sem Arnar kemur í æfingabúðirnar. Arnar er aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta.

 

 

 

Borce Ilievski

Borce Ilievski þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um körfubolta. Hann var þjálfari unglingalandsliða Makedóníu og kom til KFÍ sem þjálfari og starfaði þarí fimm ár áður en hann hélt til Tindastóls. Borce stýrði meistaraflokki karla hjá Breiðablik við góðan orðstýr í vetur ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins. Hann er þjálfari U-16 ára karlalandsliðs Íslands.

Borce er vel að sér í körfuboltaæfingabúðum og hefur unnið við fjölda þeirra í Evrópu og er það mikil ánægja að fá hann hingað til starfa. Borce kom að körfuboltabúðum KFÍ í upphafi og á sinn þátt í velgegni okkar á þessum vettvangi.

Eric Olson

Eric er þjálfari Fsu. Hann spilaði sem atvinnumaður í Englandi, Þýskalandi og í Ástralíu. Hann hefur verið að vinna við körfuboltabúðir í Englandi, Grikklandi og í Bandaríkunum og einnig hefur hann þjálfað í Ástralíu og hjá Sun Walley community collage. Eric gerði góða hluti með Fsu bæði hjá meistaraflokk og hjá akademíunni og var núna nýlega að skrifa undir nýjan samning hjá þeim á Selfossi. Eric er góð viðbót í þjálfarateymið.

Finnur Freyr Stefnsson yfirjlfari

Yfirþjálfari Körfuboltabúða KFÍ eins og síðustu tvö ár er Finnur Freyr Stefánsson. Hann er nú aðalþjálfari mfl. karla hjá KR og stýrði þeim til sannfærandi sigurs í deildarkeppninni nú í vetur þar sem liðið tapaði aðeins einum leik. Finnur tók við starfi yfirþjálfara yngri flokka KR árið 2010. Finnur hefur búið til sterka flokka í KR og hefur gert nokkra yngri flokka að Íslandsmeisturum.  Hann hefur verið lykilmaður í þjálfun yngri flokka KR til margra ára og er mikill styrkur fyrir Körfuboltabúðirnar að hafa hann innanborðs enda viðurkenndur sem einn allra öflugasti sérþjálfari landsins. Margir af þeim ungu leikmönnum sem nú fara að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokksliði KR hafa vaxið og dafnað undir handleiðslu Finns. Finnur hefur áður þjálfað meistarflokk kvenna hjá KR. Finnur er þjálfari U-20 ára karlalandsliðs Íslands.

 

Fylgdu okkur
Facebook
Fylgdu okkur
Twitter

Leikir og atburir

Nstu atburir
Vefumsjn