Valmynd

Ůjßlfarar 2016

Yfirþjálfari 2016 verður Finnur Freyr Stefánsson, aðalþjálfari mfl. karla hjá KR, Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. Hann er auk þess þjálfari U-20 ára karlalandsliðs Íslands og aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla. Finnur hefur mikla reynslu af þjálfun barna og unglinga en hann var áður yfirþjálfara yngri flokka KR og gerði nokkra þeirra að Íslandsmeisturum. Finnur er vel þekktur í Körfuboltabúðum KFÍ þar sem hann hefur áður verið yfirþjálfari og erum við afskaplega ánægð með að hann skuli vera mættur aftur til að miðla ungu körfuboltafólki af reynslu sinni og þekkingu.

 

Aðrir þjálfarar eru:

  • Arturo Alvarez
  • Borce IIlievski
  • Israel Martin
  • Kris Arkenberg
  • Natasa Andjelic
  • Scott Stapler
  • Sigurður Hjörleifsson
Arturo Alvarez

Arturo  er einn og ungu efnilegu þjálfurunum í Evrópu þessa stundina. Arturo kemur frá Spáni og er með FIBA réttindi frá 2010 og hefur þjálfað víða um Evrópu og er íþróttakennari að mennt. Hann þjálfaði Lið Palmeiras í Brasilíu síðasta tímabil í NBB deildinni. Hann hefur verið landsliðsþjálfari Paragvæ síðan 2011. Hann hefur þjálfað í ABC deildinni á Spáni með körlum og einnig í LPB sem er besta kvennadeildin. Arturo hefur einnig þjálfað í NBB, LF2, LEB Gold deildunum. Og síðast en alls ekki síst var hann framkvæmdarstjóri "Caldaron NBA Summer Camp" 2006 og 2007. Það er mikill fengur að fá þennan dreng í hóp okkar frábæru þjálfara.

 

 

Borce Ilievski yfir■jßlfari

Borce þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um körfubolta. Hann var þjálfari unglingalandsliða Makedóníu og kom til KFÍ sem þjálfari og starfaði þar í fimm ár áður en hann hélt til Tindastóls. Borce stýrði meistaraflokki karla hjá Breiðablik við góðan orðstýr í vetur ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins og var hársbreidd frá því að fara með liðið upp í efstu deild. Hann er þjálfari U-16 ára karlalandsliðs Íslands. Borce er vel að sér í körfuboltaæfingabúðum og hefur unnið við fjölda þeirra í Evrópu og er það mikil ánægja að fá hann hingað til starfa. Borce kom að körfuboltabúðum KFÍ í upphafi og á sinn þátt í velgegni okkar á þessum vettvangi.

Kris Arkenberg
Kris Arkenberg
Kris Arkenberg

Kris Arkenberg er aðstoðarþjálfari hjá háskóla New Orleans. Kris hefur verið þar í fjögur ár og hefur verið á hans ábyrgð að sjá um þjálfun bakvarða skólans og hefur það tekist með afbrigðum vel og mikil bæting verið á leik þeirra.Hann hefur einnig séð um að fá til skólans leikmenn, séð um styrktarþjálfun, hjálpað með nám leikmanna og að lesa og skýra myndbandsupptökur körfuboltaleikja. Áður en hann kom til UNO var hann aðstoðarþjálfari hjá Panola College í Texas. Kris er enn ein viðbót okkar frá BNA og bjóðum við hann velkominn. 

Natasa Andelic
Natasa Andjelic
Natasa Andjelic

Hin serbneska Natasa Andjelic ætlar að miðla þátttakendum af reynslu sinni og þekkingu en hún á að baki 23 ára feril í körfubolta þar sem hún lék með bestu liðum Serbíu auk þess sem hún spilaði á Ítalíu og í Rússlandi. Hún varð Evrópumeistari með Dynamo Moskow árið 2007 og lauk svo ferlinum fyrir fáeinum árum á Kýpur. Í dag rekur Natasja umboðsskrifstofuna IPSA International auk þess sem hún var um tíma framkvæmdastjóri serbneska kvennalandsliðsins..

Fylgdu okkur ß
Facebook
Fylgdu okkur ß
Twitter

Leikir og atbur­ir

NŠstu atbur­ir
Vefumsjˇn