Valmynd

Ůjßlfarar 2015

Þjálfarateymið okkar í körfuboltabúðunum 2015 er að taka á sig mynd. Fylgist með framhaldinu!

 

Nú er unnið að því að setja saman þjálfarateymi fyrir komandi æfingabúðir sem haldnar verða 2.-7. júní n.k. Yfirþjálfari að þessu sinni verður Borce Ilievski sem verið hefur einn af meginstólpunum í búðunum undanfarin ár og er m.a. þjálfari U16 drengja.Andri Kristinsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðablik kemur nýr inn. Þá er ánægjulegt að segja frá því að Spánverjinn Arturo Alvarez verður með okkur aftur en mikil ánægja var með þær áherslur sem hann kom með inn í þjálfunina í búðunum 2014. Arturo þjálfar nú lið Unitri Uberlandia sem keppir í efstu deild í Brasilíu en hefur mikla reynslu sem þjálfari yngri flokka og hefur verið landsliðsþjálfari yngri landsliða víða í Suður-Ameríku. Það er heldur betur reynslubolti sem hefur staðfest komu sína í æfingabúðirnar. Hin serbneska Natasa Andjelic ætlar að miðla þátttakendum af reynslu sinni og þekkingu en hún á að baki 23 ára feril í körfubolta þar sem hún lék með bestu liðum Serbíu auk þess sem hún spilaði á Ítalíu og í Rússlandi. Fleiri þjálfarar eru áhugasamir um að koma og færum við fréttir af því um leið og þátttaka þeirra verður staðfest.

 

Arnar Gu­jˇnsson

Arnar er einn af okkar allra efnilegustu þjálfurum. Hann hefur með miklum dugnaði náð góðum árangri á ferli sínum og verið aðalþjálfari hjá Aabyhoj í efstu deildinni í Danmörku.  Arnar byrjaði sinn þjálfunarferil hjá Sindra 2005-2007.  2007-2009 var hann aðstoðarþjálfari Fsu, 2009-2011 varð hann aðstoðarþjálfari Aabyhoj og 2011 tók hann við sem aðalþjálfari. Arnar er núna aðstoðarþjálfari í Svendborg og þjálfar þar ásamt Craig Pedersen sem er nýráðinn þjálfari A-landsliðs Íslands. Þetta er í fjórða skiptið sem Arnar kemur í æfingabúðirnar. Arnar er aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta.

 

 

 

┴rni ١r Hilmarsson

Árni Þór hefur verið að gera spennandi hluti i þjáflun sinni hjá félögum hjá Hrunamönnum, HSK og Selfoss. Hæfileikaríkir Hrunakrakkar hafa heimsótt körfuboltabúðir KFÍ undanfarin ár og hafa vakið eftirtekt fyrir góðan körfuboltagrunn og nú fylgir þjálfari þeirra með og tekur þátt sem þjálfari í búðum okkar í fyrsta sinn. Árni hefur þjálfað hjá Selfoss, HSK og Hrunamönnum frá 1998-2000, 2004-2013 og yfirþjálfari Hrunamanna 2004-2014. Og er nú aðstoðaþjálfari landsliðs stúlkna U-18. Árni hefur komið mörgum góðum körfuknlleikskrökkum á legg. Árni hefur sótt þjálfaranámskeið hér á landi sem erlendis og hefur tekið þátt sem þjálfari í afreksbúðum KKÍ. Það er gaman að fá Árna hingað í búðirnar.

Arturo Alvarez

Arturo  er einn og ungu efnilegu þjálfurunum í Evrópu þessa stundina. Arturo kemur frá Spáni og er með FIBA réttindi frá 2010 og hefur þjálfað víða um Evrópu og er íþróttakennari að mennt. Hann þjálfaði Lið Palmeiras í Brasilíu síðasta tímabil í NBB deildinni. Hann hefur verið landsliðsþjálfari Paragvæ síðan 2011. Hann hefur þjálfað í ABC deildinni á Spáni með körlum og einnig í LPB sem er besta kvennadeildin. Arturo hefur einnig þjálfað í NBB, LF2, LEB Gold deildunum. Og síðast en alls ekki síst var hann framkvæmdarstjóri "Caldaron NBA Summer Camp" 2006 og 2007. Það er mikill fengur að fá þennan dreng í hóp okkar frábæru þjálfara.

 

 

Borce Ilievski yfir■jßlfari

Borce þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um körfubolta. Hann var þjálfari unglingalandsliða Makedóníu og kom til KFÍ sem þjálfari og starfaði þar í fimm ár áður en hann hélt til Tindastóls. Borce stýrði meistaraflokki karla hjá Breiðablik við góðan orðstýr í vetur ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins og var hársbreidd frá því að fara með liðið upp í efstu deild. Hann er þjálfari U-16 ára karlalandsliðs Íslands. Borce er vel að sér í körfuboltaæfingabúðum og hefur unnið við fjölda þeirra í Evrópu og er það mikil ánægja að fá hann hingað til starfa. Borce kom að körfuboltabúðum KFÍ í upphafi og á sinn þátt í velgegni okkar á þessum vettvangi.

Natasa Andelic
Natasa Andjelic
Natasa Andjelic

Hin serbneska Natasa Andjelic ætlar að miðla þátttakendum af reynslu sinni og þekkingu en hún á að baki 23 ára feril í körfubolta þar sem hún lék með bestu liðum Serbíu auk þess sem hún spilaði á Ítalíu og í Rússlandi. Hún varð Evrópumeistari með Dynamo Moskow árið 2007 og lauk svo ferlinum fyrir fáeinum árum á Kýpur. Í dag rekur Natasja umboðsskrifstofuna IPSA International auk þess sem hún var um tíma framkvæmdastjóri serbneska kvennalandsliðsins..

Fylgdu okkur ß
Facebook
Fylgdu okkur ß
Twitter

Leikir og atbur­ir

NŠstu atbur­ir
Vefumsjˇn