Valmynd

Ůjßlfarar 2015

Þjálfarateymið okkar í körfuboltabúðunum 2015 er að taka á sig mynd. Fylgist með framhaldinu!

 

Nú er unnið að því að setja saman þjálfarateymi fyrir komandi æfingabúðir sem haldnar verða 2.-7. júní n.k. Yfirþjálfari að þessu sinni verður Borce Ilievski sem verið hefur einn af meginstólpunum í búðunum undanfarin ár og er m.a. þjálfari U16 drengja. Við munum áfram njóta krafta og þekkingar Eriks Olsen, þjálfara FSU, en auk þess bætist í hópinn Andri Kristinsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðablik. Þá er ánægjulegt að segja frá því að Spánverjinn Arturo Alvarez verður með okkur aftur en mikil ánægja var með þær áherslur sem hann kom með inn í þjálfunina í búðunum 2014. Arturo þjálfar nú lið Unitri Uberlandia sem keppir í efstu deild í Brasilíu en hefur mikla reynslu sem þjálfari yngri flokka og hefur verið landsliðsþjálfari yngri landsliða víða í Suður-Ameríku. Fleiri þjálfarar eru áhugasamir um að koma og færum við fréttir af því um leið og þátttaka þeirra verður staðfest.

 

Arnar Gu­jˇnsson

Arnar er einn af okkar allra efnilegustu þjálfurum. Hann hefur með miklum dugnaði náð góðum árangri á ferli sínum og verið aðalþjálfari hjá Aabyhoj í efstu deildinni í Danmörku.  Arnar byrjaði sinn þjálfunarferil hjá Sindra 2005-2007.  2007-2009 var hann aðstoðarþjálfari Fsu, 2009-2011 varð hann aðstoðarþjálfari Aabyhoj og 2011 tók hann við sem aðalþjálfari. Arnar er núna aðstoðarþjálfari í Svendborg og þjálfar þar ásamt Craig Pedersen sem er nýráðinn þjálfari A-landsliðs Íslands. Þetta er í fjórða skiptið sem Arnar kemur í æfingabúðirnar. Arnar er aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta.

 

 

 

┴rni ١r Hilmarsson

Árni Þór hefur verið að gera spennandi hluti i þjáflun sinni hjá félögum hjá Hrunamönnum, HSK og Selfoss. Hæfileikaríkir Hrunakrakkar hafa heimsótt körfuboltabúðir KFÍ undanfarin ár og hafa vakið eftirtekt fyrir góðan körfuboltagrunn og nú fylgir þjálfari þeirra með og tekur þátt sem þjálfari í búðum okkar í fyrsta sinn. Árni hefur þjálfað hjá Selfoss, HSK og Hrunamönnum frá 1998-2000, 2004-2013 og yfirþjálfari Hrunamanna 2004-2014. Og er nú aðstoðaþjálfari landsliðs stúlkna U-18. Árni hefur komið mörgum góðum körfuknlleikskrökkum á legg. Árni hefur sótt þjálfaranámskeið hér á landi sem erlendis og hefur tekið þátt sem þjálfari í afreksbúðum KKÍ. Það er gaman að fá Árna hingað í búðirnar.

Arturo Alvarez

Arturo  er einn og ungu efnilegu þjálfurunum í Evrópu þessa stundina. Arturo kemur frá Spáni og er með FIBA réttindi frá 2010 og hefur þjálfað víða um Evrópu og er íþróttakennari að mennt. Hann þjálfaði Lið Palmeiras í Brasilíu síðasta tímabil í NBB deildinni. Hann hefur verið landsliðsþjálfari Paragvæ síðan 2011. Hann hefur þjálfað í ABC deildinni á Spáni með körlum og einnig í LPB sem er besta kvennadeildin. Arturo hefur einnig þjálfað í NBB, LF2, LEB Gold deildunum. Og síðast en alls ekki síst var hann framkvæmdarstjóri "Caldaron NBA Summer Camp" 2006 og 2007. Það er mikill fengur að fá þennan dreng í hóp okkar frábæru þjálfara.

 

 

Borce Ilievski yfir■jßlfari

Borce þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um körfubolta. Hann var þjálfari unglingalandsliða Makedóníu og kom til KFÍ sem þjálfari og starfaði þar í fimm ár áður en hann hélt til Tindastóls. Borce stýrði meistaraflokki karla hjá Breiðablik við góðan orðstýr í vetur ásamt því að þjálfa yngri flokka félagsins og var hársbreidd frá því að fara með liðið upp í efstu deild. Hann er þjálfari U-16 ára karlalandsliðs Íslands. Borce er vel að sér í körfuboltaæfingabúðum og hefur unnið við fjölda þeirra í Evrópu og er það mikil ánægja að fá hann hingað til starfa. Borce kom að körfuboltabúðum KFÍ í upphafi og á sinn þátt í velgegni okkar á þessum vettvangi.

Eric Olson

Eric er þjálfari Fsu. Hann spilaði sem atvinnumaður í Englandi, Þýskalandi og í Ástralíu. Hann hefur verið að vinna við körfuboltabúðir í Englandi, Grikklandi og í Bandaríkunum og einnig hefur hann þjálfað í Ástralíu og hjá Sun Walley community collage. Eric gerði góða hluti með Fsu bæði hjá meistaraflokk og hjá akademíunni og var núna nýlega að skrifa undir nýjan samning hjá þeim á Selfossi. Eric er aðstoðarþjálfari unglingalandsliðs USA á Albert Sweitzer mótinu núna og eru þeir komnir í úrslitaleikinn gegn Ítölum. Eric var með okkur í æfingabúðunum 2013 og var frábær viðbót við það góð teymi sem við höfum.

Finnur Freyr Stefßnsson yfir■jßlfari

Yfirþjálfari Körfuboltabúða KFÍ eins og síðustu tvö ár er Finnur Freyr Stefánsson. Hann er nú aðalþjálfari mfl. karla hjá KR og stýrði þeim til sannfærandi sigurs í deildarkeppninni nú í vetur þar sem liðið tapaði aðeins einum leik. Finnur tók við starfi yfirþjálfara yngri flokka KR árið 2010. Finnur hefur búið til sterka flokka í KR og hefur gert nokkra yngri flokka að Íslandsmeisturum.  Hann hefur verið lykilmaður í þjálfun yngri flokka KR til margra ára og er mikill styrkur fyrir Körfuboltabúðirnar að hafa hann innanborðs enda viðurkenndur sem einn allra öflugasti sérþjálfari landsins. Margir af þeim ungu leikmönnum sem nú fara að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokksliði KR hafa vaxið og dafnað undir handleiðslu Finns. Finnur hefur áður þjálfað meistarflokk kvenna hjá KR. Finnur er þjálfari U-20 ára karlalandsliðs Íslands.

 

Helena Sverrisdˇttir

Helena er afrekskona og hefur verið það síðan hún var ung að árum. Hún spilaði með Haukum og með öllum unglingalandsliðum okkar og fór til bandaríkja norður Ameríku til TCU í Texas og gerði garðinn frægan svo eftir var tekið. Þegar skólagöngu lauk fór hún beint í atvinnumennsku til Slóvakíu og þaðan til Ungverjalands þar sem hún spilar nú. Helena er búinn að halda fjölda námskeiða fyrir stelpur og kemur með reynslu bæði sem leikmaður og þjálfari. Það er mikill akkur fyrir æfingabúðir KFÍ að fá Helenu Sevrrisdóttir til vinnu og er mikil tilhlökkun hjá okkur að fá stúlkuna til vinnu.

Fylgdu okkur ß
Facebook
Fylgdu okkur ß
Twitter

Leikir og atbur­ir

NŠstu atbur­ir
Vefumsjˇn