Valmynd

laugardagurinn 22. nvember2014 | Mfl. karla

Barttusigur Valsmnnum

Karlalið KFÍ fór með sigur af hólmi á Jakanum fyrr í dag gegn Valsmönnum í 1. deildinni. Þetta var kærkominn sigur á heimavelli og með honum er ísinn brotinn. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en undir lokinn sýndu okkar strákar baráttu og yfirvegun sem skilaði sigri.

 

Líkt og svo oft áður í vetur voru okkar menn seinir í gang og Valsarar leiddu í upphafi leiks. Á fimmtu mínútu náði Nebosja að jafna leikinn með því að setja niður skot undir körfunni, fá villu að auki og klára vítið. Valsarar komust aftur yfir en KFÍ menn náðu góðum spretti og leiddu með tveimur stigum 19-17 þegar fyrsti fjórðungur var úti.

 

Valsarar fóru betur af stað í öðrum fjórðungi, voru fljótir að jafna og leiddu leikinn allt þar til að Florijan Jovanov kom KFÍ yfir með góðri þriggja stiga körfu á fimmtándu mínútur og kom KFÍ í 25-24. Florijan hafði komið inn á skömmu áður og hleypti miklum krafti í KFÍ liðið með baráttu og hvatningu. Birgir Björn átti svo frábæran kafla síðustu fimm mínútur hálfleiksins og setti niður 8 stig inn í teignum. KFÍ leiddi því í hálfleik 37-33.

 

Í byrjun seinni hálfleiks náðu Valsmenn að jafna en í stöðunni 40-40 setti Pance niður þriggja stiga skot og í kjölfarið kom góður kafli hjá KFÍ. Þar munaði miklu um gott framlag frá Björgvin Snævari Sigurðssyni sem tók tvö sóknarfráköst og setti fjögur stig með stuttu millibili auk þess að berjast vel í vörninni. Valsarar náðu smám saman að komast aftur inn í leikinn og jöfnuðu 51-51 á þrítugustu mínútu og leiddu með einu stigi 53-54 þegar fjórðungurinn var úti.

 

Líkt og hina fjórðungana komu Valsarar aftur sterkari inn í upphafi þess fjórða og bættu í forystuna. Mest komust þeir í átta stiga forskot 54-62 á þrítugustu og fimmtu mínútu. Birgir þjálfari KFÍ brá þá á það ráð að beita pressuvörn sem virtist koma Valsmönnum nokkuð úr jafnvægi og skilaði KFÍ nokkrum stolnum boltum. Síðustu sex mínútur leiksins stjórnuðu okkar menn leiknum og sýndu yfirvegun, skynsemi og baráttu sem skilaði að lokum góðum sigri 71-62.

 

Nebojsa átti góðan leik í dag líkt og svo oft áður. Hann setti niður 24 stig tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Birgir Björn átti líka góðan leik skoraði 21 stig og tók 13 fráköst. Pance Ilievski setti 11 stig og Björgvin Snævar 9.

 

Hjá gestunum var Illugi Auðunsson bestur en hann skoraði 15 stig og tók 12 fráköst. Danero Thomas kom næstur með 14 stig 9 fráköst og 4 stoðsendingar.

fimmtudagurinn 20. nvember2014 | Mfl. karla

BREYTTUR LEIKTMI! KF mtir Valsmnnum heima

Það er komið að næsta heimaleik en karlalið KFÍ mætir val hér heima í 1. deild karla laugardaginn 22. nóvember kl. 14:00 ATH breyttur leiktími vegna þess að flugi var aflýst. Valsmenn fóru vel af stað í vetur og unnu þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en töpuðu í síðustu umferð gegn ÍA.

 

Að vanda verður svo fírað upp í Muurikka pönnunni klukkan 18:30 og boðið upp á ljúffenga hamborgara.

 

Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á leikinn geta að sjálfsögðu fylgst með leiknum í beinni á KFÍ-TV.

mivikudagurinn 19. nvember2014 |

9. flokkur drengja st sig vel

Síðastliðna helgi fór 9. flokkur drengja til Njarðvíkur og spiluðu þrjá leiki í fjölliðamóti.

 

Uppskeran var einn stórsigur, eitt naumt tap og annað aðeins stærra.  Miklar framfarir frá síðasta móti.

  

Leikur#1  Höttur-KFI 50-35

Leikurinn byrjar ágætlega, við héldum vel í við Austanmenn, staðan var eftir fyrsta leikhluta 10 - 10, annan leikhluta 18 - 21 og allt í járnum.  Aðeins farið að draga í sundur eftir  þriðja leikhluta, staðan 28 - 34.  Hattarmenn sýndu síðan styrk sinn og unn leikinn nokkuð örugglega, lokastaðan 35 - 50.
Stigin:

14 Haukur Jakobsson 24

4 Tryggvi Fjölnisson 5

6 Daníel Wale 2

11 Runar Guðmndsson 2

12 Hugi Hallgrímsson 2 
5 Egill Fjölnisson 0
10 Þorleifur Ingólfsson 0 
15 Hilmir Hallgrímsson 0
16 Blessed Parilla 0

 

Leikur #2  Njarðvík-KFI 54-48

Næstu andstæðingar voru Njarðvík.  Okkar menn mæta tilbúnir í leikinn og var þetta hinn mesti hörkuleikur þar sem jafnt var nær á öllum tölum en Njarðvíkingar sigu fram úr í þriðja en við náðum að minnka muninn en ekki nægilega, úrslit hefðu hæglega geta fallið okkar megin, hinn fræga herslumun vantaði bara.  Leikur þróaðist með eftirfarandi hætti, staðan í lok hvers fjórðungs:

11 - 12, 23 - 26, 33 - 42, 48 - 54

Stigin:

14 Haukur 28

6 Daniel 9

12 Hugi 7

11 Rúnar 1

 

Leikur#3  KFI 63 - Árman 33

Stórsigur í síðasta leik.  Strákar spila virkilega vel, gott samspil, fín vörn og allt til fyrirmyndar, þróun leiks var með eftirfarandi hætti:

16 - 9, 29 - 22, 42 - 26 og lokastaðan 63 - 33

Stigin:

14-Haukur-23p

15-Hilmir-13p

6-Daniel-9p

5-Egill-4p

11-Rúnar-4p

12-Hugi-4p

4-Tryggvi-2p
10-Þorleifur-2p
16-Blessed-2p

 

Ágætis árangur hjá strákum, framfarir greinilegar.  Einn sigur uppskeran og tvö frekar naum töp.  Til gamans má geta að fyrrverandi þjálfari drengjanna og núverandi leikmaður Njarðvíkur Mirko Stefán Virijevic mætti og hvatti drengina.  Strákarnir afar kátir með að hitta Mirko.

mnudagurinn 17. nvember2014 | Stjrn KF,mislegt

Samningur vi Klofning undirritaur

Á leiknum gegn Breiðabliki síðastliðinn föstudag undirrituðu Guðni A. Einarsson framkvæmdarstjóri Klofnins ehf á Suðureyri og Guðni Ólafur Guðnason gjaldkeri KFÍ samstarssamning KFÍ og Klofnings. Fyrirtækið Klofningur hefur verið einn aðal styrktaraðili KFÍ frá 2010. Samningurinn sem undirritaður var síðastliðinn föstudag er til eins árs og er framlenging á fyrri samningi.

...
Meira
mnudagurinn 17. nvember2014 | Mfl. karla

Enn eitt tapi heimavelli

KFÍ tapaði gegn Breiðablik í 1. deild karla síðastliðinn föstudag. Líkt og svo oft í vetur var það hlutskipti KFÍ strákanna að elta gestina sem komust fljótlega yfir og héldu forystunni út leikinn. Okkar strákar voru samt alltaf inn í leiknum og misstu gestina aldrei langt fram úr sér. En það vantaði áræðni og kraft til að taka leikinn yfir og ná undirtökunum.

...
Meira
Sa 1 af 213
Fylgdu okkur
Facebook
Fylgdu okkur
Twitter

Leikir og atburir

Nstu atburir
Vefumsjn