Valmynd

mivikudagurinn 27. gst2014 | Yngri flokkar

Styttist vetrarfingar yngri flokka

Vetrarstarf KFÍ er nú í fullum undirbúningi og tekur ný æfingatafla allra flokka gildi mánudaginn 8. september. Þar sem vinna við tímaúthlutun í íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar stendur enn yfir á vegum HSV tefst frágangur æfingatöflu KFÍ sem því nemur. Taflan verður birt hér á heimasíðunni um leið og hún liggur fyrir.

Við hefjum veturinn með látum laugardaginn 6. september en þá verður Körfuboltadagurinn haldinn með stæl í íþróttahúsinu Torfnesi. Við segjum nánar frá dagskrá hans þegar nær dregur en leggjum til að allir áhugasamir taki daginn frá milli kl. 11-14. Markmiðið með Körfuboltadeginum er að kynna körfuna fyrir ungum jafnt sem öldnum og marka um leið formlegt upphaf vetrarstarfs yngri flokka KFÍ.

Hlökkum til að sjá sem allra flesta í körfu í vetur!

mnudagurinn 7. jl2014 | Mfl. karla

Birgir Bjrn kominn heim

Þau gleðitíðindi voru að berast að Birgir Björn Pétursson okkar hafi ákveðið að koma aftur heim.

 

Fyrr í dag var ritað undir samkomulag til tveggja ára.  Birgir snýr nú á heimaslóðir til að byggja upp lið KFÍ.  Hann byrjaði að æfa ungur að aldri hjá KFÍ og er það minnistætt þegar fyrrum aðalþjálfari liðsins Tony Garbolotto sagðist sjá í Birgi öflugan leikmann sem gæti orðið lykilleikmaður liðsins.  Það má því segja að hann hafi verið sannspár því nú er sú stund runninn upp. 

 

Birgir mun verða lykilmaður í að leiða liðið á komandi tímabilum.  KFÍ vill vera í keppni með hinna bestu og mun Birgir gegna veigamiklu hlutverki í þeirri baráttu.

 

Birgir hefur átt afbragðsferil og var lykilleikmaður Valsliðsins á síðastliðnum árum.  Hann hefur vaxið á hverju ári og er nú í æfingahópi íslenska landsliðsins í körfuknattleik.  Birgir er jafnframt íþróttafræðingur og mun koma að þjálfun yngri leikmanna.

 

Frekari frétta af leikmannamálum félagsins má vænta á næstu dögum og vikum.

mnudagurinn 30. jn2014 | Yngri flokkar

Sumarfingar yngri flokka a hefjast

Á morgun, þriðjudaginn 1. júlí, hefjast sumaræfingar yngri flokka KFÍ og eru þær ætlaðar krökkum fæddir 2003 og eldri. Æft verður í íþróttahúsinu á Torfnesi tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 17. Það er enginn annar en Birgir Örn Birgisson, þjálfari meistaraflokks karla, sem heldur utan um æfingar sumarsins og því eiga krakkarnir von á flottum og uppbyggilegum æfingum sem halda þeim við efnið fram að því að vetrardagskrá KFÍ hefst í september. Barna- og unglingaráð KFÍ væntir þess að iðkendur félagsins nýti þetta tækifæri vel til að halda sér í formi og hvetur einnig áhugasama krakka, sem vilja spreyta sig í körfunni, til að kíkja á æfingarnar. Æfingagjaldinu er stillt mjög í hóf og verður innheimt í lok sumars þegar fyrir liggur hve margar æfingar hver og einn hefur getað nýtt sér.

Krakkarnir á leikskóladeildinni Eyrarsól við Austurveg á Ísafirði geta nú æft sig af kappi í körfubolta því Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar í samstarfi við Vestfirska verktaka hefur sett upp veglega körfu á leiksvæði krakkanna. Karfan ásamt nokkrum boltum er gjöf frá barna- og unglingaráði KFÍ en Vestfirskir verktakar gáfu efni og vinnu við uppsetningu til að verkefnið yrði að veruleika. KFÍ þakkar Vestfirskum kærlega fyrir stuðninginn og aðstoðina.

 

Leiksvæðið, sem er á Austurvegi milli Sundhallarinnar og Grunnskólans á Ísafirði, er sameiginlegt fyrir yngsta stigið í skólanum og Dægradvöl og því munu krakkar á aldrinum 5-9 ára njóta góðs af þessari ágætu viðbót við svæðið en staðsetningin var valin í samráði við GÍ. Lítill sparkvöllur er á svæðinu ásamt nokkrum leiktækjum og þótti forsvarsmönnum KFÍ þörf á að auka við boltaflóruna hjá yngsta aldurshópnum. Frekari framkvæmdir eru framundan við skólalóð GÍ og væntir KFÍ þess að vel verði hugað að bættri aðstöðu fyrir boltagreinarnar, ekki síst körfuboltann. Meðfylgjandi mynd var tekin á föstudag þegar KFÍ afhenti hressu krökkunum á Eyrarsól og starfsfólki deildarinnar körfuna formlega til eignar ásamt nokkrum körfuboltum.

sunnudagurinn 15. jn2014 | Tilkynningar

Sumarfjarnm jlfaramenntun

ÍSÍ býður upp á sumarfjarnám í þjálfaramenntun eins og mörg undanfarin ár.  Að þessu sinni verður nám á öllum þremur stigunum í boði, 1. 2. og 3. stigi almenns hluta.  Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og með auknum áherslum á fagþekkingu og fagleg vinnubrögð íþróttaþjálfara í hvívetna eykst þörfin á náminu enn frekar.

 

Allar frekari uppl. um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 & 863-1399 og/eða á vidar@isi.is

Sa 1 af 206
Fylgdu okkur
Facebook
Fylgdu okkur
Twitter

Leikir og atburir

Nstu atburir
Vefumsjn