Valmynd

sunnudagurinn 29. nóvember 2015 | Mfl. karla

Gnúpverjar urđu undir mulningsvélinni

Vestfirska mulningsvélin, betur þekkt sem KFÍ-b, hélt áfram sigurgöngu sinni í 3. deild karla í gær þegar liðið bar sigurorð af Gnúpverjum 88-79.

...
Meira
fimmtudagurinn 26. nóvember 2015 | Yngri flokkar,Mfl. karla

Útileikir og einn heimaleikur um helgina

Karlalið KFÍ mætir Skallagrími í „Fjósinu“ í Borgarnesi á morgun föstudaginn 27. nóvember kl. 19:15. Borgnesingar eru með sterkt lið og hafa unnið þrjá leiki af fimm það sem af er tímabilinu. Það má þó búast við því að KFÍ liðið fái góðan stuðning af áhorfendapöllunum í „Fjósinu“ því liðinu fylgja bæði 8. flokkur stúlkna og drengja.

...
Meira
mánudagurinn 23. nóvember 2015 | Yngri flokkar

Sćtir sigrar hjá sjöunda flokki

Um hádegisbilið í gær lauk keppni í B-riðli Íslandsmóts stúlkna í 7. flokki hér á Ísafirði. Mótherjar KFÍ stúlkna í riðlinum voru KR, Njarðvík B og sameiginlegt lið Tindastóls og Þórs Akureyri. Skemmst er frá því að segja að KFÍ stúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki og fara því upp í A-riðil í næstu umferð. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011-2012 sem KFÍ á lið í A-riðli á Íslandsmóti yngri flokka en þá lék 9. flokkur stúlkna megnið af vetrinum í A-riðli. Stelpurnar og Nökkvi Harðarson þjálfari þeirra eiga því sannarlega hrós skilið fyrir frábæran árangur. Nú er bara að halda áfram að bæta leik liðsins og byggja ofan á þennan góða árangur. Jakinn-TV mætti á svæðið í gær og hér að neðan má sjá glefsur úr úrslitaleik KFÍ gegn Tindastól/Þór.

 

Laugardagur

Í fyrsta leik riðilsins mættu KFÍ stelpur KR. Það var mikil spenna fyrir þennan leik enda fór síðasta viðureign liðanna í framlengingu sem endaði með sigri KR. Eins og við var að búast var leikurinn hnífjafn og mikil barátta í báðum liðum. Eftir æsispennandi lokamínútur höfðu KFÍ stelpur sigur með einu stigi 25-24. Rakel skoraði 9 stig, Katla 8, Gréta, Hrafnhildur Guðný og Sara skoruðu 2 stig hver og Helena 1. Aðrar komust ekki á blað í stigaskorinu en börðust eins og ljón í vörn og sókn og lögðu sitt af mörkum. Góður liðssigur gegn sterku liði KR.

 

Í síðari leik dagsins mættust Njarðvík B og Tindastóll/Þór. Í þeim leik kom glögglega í ljós styrkur norðanstúlkna sem hafa innanborðs mjög sterka einstaklinga. Svo fór að Tindastóll/Þór vann öruggan sigur 51-3, þrátt fyrir að vera aðeins með sjö leikmenn.

 

Sunnudagur

KFÍ mætti Njarðvík B í fyrsta leik dagsins. Njarðvíkurstúlkur mættu ákveðnar til leiks eftir erfitt tap gegn Tindastól/Þór á laugardag og spiluðu vel á köflum. KFÍ var þó alltaf skrefi á undan og lauk leiknum með nokkuð öruggum sigri KFÍ, 24-14. Rakel skoraði 6 stig, Helena og Snæfríður 4 stig hvor, Katla og Sædis skoruðu 3 stig, Sara 2 stig og Júlíana og Viktoría settu niður sitthvort stigið.

 

Næst mættust KR og Tindastóll. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en Tindastóll/Þór sýndi styrk sinn og vann öruggan sigur 41-18. Með þessum úrslitum var orðið ljóst að næsti leikur mótsins, þar sem Tindastóll/Þór mætti heimastúlkum í KFÍ, yrði úrslitaleikur um sigur í riðlinum.

 

Lokaleikur KFÍ var eins og við var að búast æsispennandi og var hart barist. Stúlkurnar að norðan leiddu leikinn með fáum stigum í fyrri hálfleik en KFÍ stelpur hleyptu þeim aldrei langt á undan sér. Í seinni hálfleik var aðeins farið að draga af Tindstól/Þór, enda höfðu þessar kraftmiklu stelpur spilað erfiðan leik skömmu áður þar sem einn leikmaður slasaðist. Í loka fjórðungnum var fámennt lið norðanstúlkna þeirra komið í nokkur villuvandræði enda voru KFÍ stelpur duglegar að sækja að körfunni sem skilaði villum og vítaskotum. En til marks um ákefðina og kraftinn í Tindstólsstúlkum þá gerði leikmaðurinn sem slasaðist gegn KR sér lítið fyrir og spilaði megnið af loka fjórðungnum. Þegar leiktíminn var úti var staðan jöfn og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni var lið KFÍ heldur sterkara enda farið að draga af leikmönnum Tindstóls/Þórs á meðan Nökkvi þjálfari KFÍ var duglegur að skipta inn á og dreifa álaginu. Lokatölur eftir framlengingu 35-29 KFÍ í vil og sæti í A-riðli tryggt.

 

Rakel skoraði 14 stig í leiknum. Katla 11, Snæfríður 3, Gréta, Hrafnhildur Una og Sara 2 stig hver og Helena 1 stig. Allt liðið barðist vel í leiknum!.

 

Í lokaleiknum komu stelpurnar í Njarðvík B svo á óvart og sigruðu KR í baráttuleik 18-21 og því ljóst að KR leikur í C-riðli í næstu umferð.

mánudagurinn 23. nóvember 2015 | Yngri flokkar

Aldrei fleiri á Boltaskólamóti

Um eða yfir sjötíu börn tóku þátt í Boltaskólamóti KFÍ og HSV sem fram fór á Torfnesi á laugardag. Mótið markaði lok fyrsta af þremur körfuboltatímabilum í íþróttaskóla HSV en mótið var opið öll börnum í 1.-4. bekk. Sjaldan hafa fleiri sótt viðburð ætluðum þessum aldurshópi á vegum KFÍ.

 

Það voru þjálfarar yngri flokka félagsins sem skipulögðu daginn í samstarfi við barna- og unglingaráð og fengu til liðs við sig nokkra félaga úr meistaraflokki karla svo allt færi vel fram. Börnin fóru í ýmsa leiki og spiluðu 3 á 3 á milli þess sem þau stukku í pásur og gæddu sér á ferskum ávöxtum. Allir voru síðan eystir út með ís og endurskinsmerkjum í lok móts. Samkaup, Íslandsbanki og Umboðsverslun Hafsteins fá bestu þakkir fyrir stuðninginn við daginn.

 

Sérstaklega ánægjulegt var hversu vel foreldrar sóttu mótið og fylgdumst með af áhuga allan tímann. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Verið er að uppfæra æfingatöflu félagsins til að koma betur til móts við yngri flokka félagsins og verður hún aðgengileg hér á síðunum síðar í dag. Við hvetjum áhugasama til að kynna sér töfluna og kanna hvort þar er ekki eitthvað í boði sem hentar yngstu kynslóðinni á heimilinu.

laugardagurinn 21. nóvember 2015 | Mfl. karla

Háspennuleikur gegn Blikum

Það var góð stemmning á Jakanum fyrir leik KFÍ og Breiðabliks í gærkvöldi. Stúkan þéttsetin og sú skemmtilega nýbreytni tekin upp að yngri iðkendur, að þessu sinni minniboltakrakkar, leiddu leikmenn KFÍ inn á völlinn. Leikurinn var líka bráðfjörugur og spennandi allt fram á lokamínúturnar. En á þessum lokamínútum reyndust Blikar bæði sterkari og skynsamari og höfðu því sigur 85-91.

...
Meira
Síđa 1 af 238
Fylgdu okkur á
Facebook
Fylgdu okkur á
Twitter

Leikir og atburđir

Nćstu atburđir
Vefumsjón