Valmynd

fimmtudagurinn 21. ma2015 | Yngri flokkar

Uppskeruht yngri flokka dag

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður haldin með pomp og prakt í íþróttahúsinu á Torfnesi í dag. Hátíðin hefst kl. 17 og verður lokið vel áður en Júróvisjóndagskrá kvöldsins hefst. Hátíðin er ætluð iðkendum félagsins á aldrinum 6-16 ára, fjölskyldum þeirra, þjálfurum og velunnurum félagsins.

 

Veittar verða viðurkenningar, allir gestir fá að spreyta sig í körfuboltaleikjum og hátíðinni lýkur síðan með pylsupartíi og ís í boði félagsins og styrktaraðila. Við hvetjum alla sem komið hafa að starfinu með okkur í vetur til að mæta á Torfnes í dag og gleðjast með krökkunum og þjálfurum þeirra eftir vel heppnaðan vetur.

 

Mikil gróska hefur verið í starfsemi yngri flokka KFÍ í vetur, einkum í yngstu hópunum. Stúlkur hafa fjölmennt í körfuna og nú er svo komið að þær eru jafnvel fleiri en strákarnir ef allt er talið saman. Vetraræfingum félagsins er nú lokið en fyrirhugað er að bjóða upp á sumaræfingar sem hefjast í byrjun júlí og verða þær ætlaðar 10 ára iðkendum og eldri. Svo eru Körfuboltabúðirnar að sjálfsögðu rétt handan við hornið en þær fara fram dagana 2.-7. júní. Eins og flestir vita eru búðirnar stærsta einstaka verkefnið sem félagið ræðst í á ári hverju en þær eru nú haldnar í sjöunda sinn.

rijudagurinn 19. ma2015 | Krfuboltabir

Tvr vikur Krfuboltabir - dagskrin komin lofti

Nú eru bara tvær vikur í körfuboltabúðir KFÍ en þær verða settar í íþróttahúsinu á Torfnesi þriðjudaginn 2. júní kl. 20:00.  Móttaka þátttakenda hefst kl. 18:00 á sama stað. Við hjá KFÍ hlökkum mikið til að taka á móti hressum körfuboltakrökkum héðan og þaðan af landinu. Í dag fór dagskrá búðanna í loftið og það stefnir allt í frábærar körfuboltabúðir!

 

Í körfuboltabúðunum er nú sem áður boðið upp á frábært þjálfarateymi. Yfirþjálfari í ár er Borce Ilievski nýráðinn yfirþjálfari yngri flokka ÍR. Með honum í þjálfarateyminu eru:

  • Natasa Andjelic, fyrrverandi atvinnumaður í körfubolta og Evrópumeistari með Dynamo Moskow 2007.
  • Arturo Alvarez, þjálfari Palmeiras í Brasilíu og þjálfari landsliðs Paragvæ.
  • Andri Þór Kristinsson, þjálfari mfl. kvenna hjá Haukum  og aðstoðarþjálfari U-20 ára kvennalandsliðs Íslands.
  • Árni Þór Hilmanrsson, hefur þjálfað Hrunamenn, HSK og Selfoss.
  • Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Þórs, Þorlákshöfn og nýráðinn þjálfari Þórs á Akureyri.
  • Lárus Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður, yfirþjálfari Hamars og styrktarþjálfari hjá karlalandsliði Íslands.
  • Pétur Sigurðsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni og yngriflokka þjálfari, fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari karlalandsliðs Íslands.

Enn eru nokkur pláss laus og er hægt að skrá sig hér. Sjáumst í Körfuboltabúðunum 2015!

laugardagurinn 16. ma2015 | Stjrn KF,Mfl. karla

Sj leikmenn skrifa undir samninga

Það var talsverðu bleki úthellt í íþróttahúsinu á Torfnesi fimmtudaginn 14. maí síðastliðinn. Þegar hefur verið greint frá endurnýjun samnings við Birgi Örn Birgisson þjálfara og nýjum samning við Nökkva Harðarson en auk þeirra skrifuðu 7 leikmenn liðsins undir nýja samninga. Þetta voru þeir Andri Már Einarsson, Björgvin Snævar Sigurðsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Jóhann Jakob Friðriksson, Óskar Ingi Stefánsson, Rúnar Ingi Guðmundsson og Sturla Stígsson. 

...
Meira
fstudagurinn 15. ma2015 | Mfl. karla,Stjrn KF

KF semur vi Nkkva Hararson

KFÍ hefur samið við ungan og efnilegan leikmann úr Grindavík, Nökkva Harðarson, um að leika með liðinu næstkomandi vetur. Nökkvi, sem er 19 ára, varð á dögunum Íslandsmeistari með sameiginlegu liði drengjaflokks UMFG og Þórs Þorlákshöfn en lék einnig með meistaraflokki Grindvíkinga í Domino's deild karla á liðnu tímabili og kom við sögu í 7 leikjum. 

...
Meira
fstudagurinn 15. ma2015 | Stjrn KF,Mfl. karla

Birgir rn framlengir samning

Birgir Örn Birgisson, þjálfari meistaraflokks karla hjá KFÍ, hefur framlengt samning sinn við félagið. Birgir Örn kom til starfa hjá félaginu fyrir tímabilið 2013-2014 og er því að hefur því sitt þriðja tímabil með meistaraflokk karla í haust. 

...
Meira
Sa 1 af 227
Fylgdu okkur
Facebook
Fylgdu okkur
Twitter

Leikir og atburir

Nstu atburir
Vefumsjn