Valmynd

fimmtudagurinn 5. mars2015 | Krfuboltabir

Natasa Andjelic jlfarateymi

Það er heldur betur reynslubolti sem hefur staðfest komu sína í æfingabúðirnar. Hin serbneska Natasa Andjelic ætlar að miðla þátttakendum af reynslu sinni og þekkingu en hún á að baki 23 ára feril í körfubolta þar sem hún lék með bestu liðum Serbíu auk þess sem hún spilaði á Ítalíu og í Rússlandi. Hún varð Evrópumeistari með Dynamo Moskow árið 2007 og lauk svo ferlinum fyrir fáeinum árum á Kýpur. Í dag rekur Natasja umboðsskrifstofuna IPSA International auk þess sem hún var um tíma framkvæmdastjóri serbneska kvennalandsliðsins.

fimmtudagurinn 5. mars2015 | Krfuboltabir

Skrning hafin krfuboltabirnar 2. - 7. jn nk.

Körfuboltabúðir KFÍ verða haldnar 2. - 7. júní nk. og er skráning þegar hafin. Búðirnar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin enda flott dagskrá í boði þar sem þátttakendum býðst að æfa undir stjórn frábærra þjálfara auk þess sem boðið er upp á mat og gistingu á hagkvæmu verði. Margir krakkar mæta ár eftir ár og eru það auðvitað bestu meðmælin búðunum.  Við hvetjum þá sem hafa hug á að mæta að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér pláss í æfingabúðunum. Hægt er að skrá sig hér á síðunni undir Körfuboltabúðir eða með því að senda póst á netfangið kfibudir@gmail.com.

mnudagurinn 2. mars2015 | Yngri flokkar

Lru betri tkni hj Borce

Um 35 krakkar mættu á námskeið sem Borce Ilievski körfuboltaþjálfari hélt síðastliðinn laugardag í íþróttahúsinu á Torfnesi. Borce á langan feril að baki sem þjálfari og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem þátttakendur á námskeiðinu nutu góðs af. Farið var í gegnum fjölbreyttar tækniæfingar og lögðu krakkarnir hart að sér við æfingarnar enda öll ákveðin í að bæta sig og ná betri árangri sem körfuboltamenn. Borce til aðstoðar voru þau Pance, Florian, Nebojsa og Labrenthia sem öll eru þjálfarar yngri flokka KFÍ jafnframt því að spila með meistaraflokki. Fá þau miklar þakkir fyrir gott og gagnlegt námskeið, en fyrst og síðast Borce sem lét veður og ófærð ekki stoppa sig í að koma til Ísafjarðar til að heimsækja sitt gamla félag, KFÍ.

 

 

mivikudagurinn 25. febrar2015 | Yngri flokkar

Borce heldur nmskei fyrir yngri flokka KF

Okkar eini sanni Borce Ilievski er væntanlegur til Ísafjarðar um komandi helgi þar sem hann mun halda daglangt námskeið fyrir yngri flokka KFÍ. Námskeiðið fer fram í íþróttahúsinu við Torfnes laugardaginn 28. febrúar og er ætlað 10 ára iðkendum og eldri. Það hefst stundvíslega kl. 13.30 og mun standa fram undir kl. 18. 

 

Farið verður í fjölbreyttar tækniæfingar, stöðvar verðar settar upp og æfingarnar kryddaðar með leikjum og spili. Borce til aðstoðar verða leikmenn meistaraflokka karla og kvenna. Það ætti því engum áhugasömum körfuboltakrökkum að leiðast á laugardaginn.

 

Borce þarf vart að kynna en hann var um árabil þjálfari hjá KFÍ, byrjaði sem yfirþjálfari yngri flokka og varð síðar þjálfari meistaraflokks karla. Hann er nú yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks auk þess sem hann hefur tekið að sér yfirþálfunina í Körfuboltabúðum KFÍ sem fram fara á Ísafirði 2.-7. júní n.k.

 

Námskeiðið á laugardaginn er í boði KFÍ og Borce og er því krökkunum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á ávexti og holla hressingu á milli æfinga.

sunnudagurinn 22. febrar2015 | Mfl. kvenna

Gur sigur KF kvenna gegn r

Í gær, laugardaginn 21. febrúar, tók meistaraflokkur kvenna hjá KFÍ á móti Þór Akureyri í leik í 1. Deild kvenna. Leiknum lauk með stórsigri KFÍ 85-48.


Það var á brattann að sækja hjá gestunum í Þór frá upphafi enda gátu aðeins fimm leikmenn liðsins mætt til leiks. Það vantaði því nokkra lykilleikmenn liðsins á meðan KFÍ gat telft fram sínu sterkasta liði utan þess að hin nýbakaða unglingalandsliðsstúlka Saga Ólafsdóttir var fjarri góðu gamni.


Hér má sjá skemmtilega myndbandssamantekt frá leiknum sem Fjölnir Baldursson kvikmyndagerðarmaður á Ísafirði setti saman.


KFÍ hóf leik með miklum látum og komust í 11-0 á fimmtu mínútu. Þótt Þórs stúlkur næðu að komast inn í leikinn upp úr því hélt KFÍ þessum 11 stiga mun út leikhlutann og lauk honum með tölunum 22-11. Í öðrum fjórðungi braggaðist leikur gestanna nokkuð með betra flæði í sóknarleiknum en varnarleikurinn batnaði lítið sem má teljast eðlilegt þegar aðeins fimm leikmenn eru til taks og allir verða að passa sig á villufjölda. Frjórðungnum lauk með sex stiga „sigri“ KFÍ og staðan í hálfleik var því 47-30. Segja má að KFÍ hafi svo endanlega gert út um leikinn með góðum spretti í þriðja leikhluta þar sem KFÍ skoraði 19 stig gegn engu frá gestunum. Að loknum þessum spretti var staðan því 74-38 og norðanstúlkur hættar að sjá til sólar. Í fjórða leikhluta gat Labrenthia þjálfar hvílt sig og Evu Margréti löngum stundum og gefið öðrum leikmönnum tækifæri til að halda utan um verkefnið. Leiknum lauk því sem fyrr segir með góðum sigri heimastúlkna 85-48.


Í liði KFÍ lögðu allir leikmenn sitt lóð á vogarskálarnar. Labrenthia var atkvæðamest með 30 stig, 12 fráköst, 3 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Eva Margrét átti einnig skínandi leik með 23 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar 3 stolna bolta. Linda Marín átti góðar innkomur, setti 10 stig og tók 8 fráköst. Alexandra skoraði 8 stig og tók 2 fráköst. Guðrún Edda skoraði 6 stig, öll úr hraðaupphlaupum, og var einnig drjúg í fráköstum með 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar og stal 1 bolta. Rósa skoraði 3 stig, tók 1 frákast og gaf 1 stoðsendingu en Rósa var einnig drjúg í vörninni og fór vel með boltann í sókninni og gerði fá mistök. Hekla skoraði 2 stig og tók 2 fráköst.


Í liði gestanna var Unnur Lára Ásgeirsdóttir atkvæðamest með 21 stig og 14 fráköst. Heiða Hlín Bjjörnsdóttir var með 9 stig, 5 fráköst, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta. Una Magnea Stefánsdóttir var með 8 stig og 6 fráköst. Árdís Eva Skaftadóttir var með 5 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar og Sædís Gunnarsdóttir var með 5 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar.

Næsti leikur meistaraflokks kvenna KFÍ er útileikur gefn FSu/Hrunamönnum sem fram fer þann 7. mars fyrir sunnan.  

Sa 1 af 220
Fylgdu okkur
Facebook
Fylgdu okkur
Twitter

Leikir og atburir

Nstu atburir
Vefumsjn