Valmynd

föstudagurinn 28. ágúst 2015 | Yngri flokkar,Mfl. karla

Ćfingatafla KFÍ 2015-2016

Æfingatafla KFÍ veturinn 2015-2016 er nú tilbúin en alls er æft í 11 flokkum í vetur, allt frá meistaraflokki karla til barna á leikskólaaldri í Krílakörfunni og Íþróttaskóla Árna Heiðars. Æfingar allra flokka hefjast samkvæmt æfingatöflu næstkomandi mánudag, 31. ágúst.

...
Meira
laugardagurinn 22. ágúst 2015 | Yngri flokkar

KFÍ krakkar í úrvalsbúđum KKÍ

Um helgina fór fram seinni æfingalota ársins í úrvalsbúðum KKÍ fyrir krakka sem fæddir eru 2002, 2003 og 2004, auk afreksbúða fyrir krakka sem fædd eru 2001. Fréttaritari KFÍ í höfuðborginni kíkti á æfingu hjá stelpunum og smellti mynd af þeim að lokinni góðri æfingu. 

...
Meira
fimmtudagurinn 20. ágúst 2015 | Tilkynningar

KKÍ ţjálfaranámskeiđ 1a verđur haldiđ helgina 28-30 ágúst

Áhersla er lögð á þjálfun minnibolta, byrjenda og barna 12 ára og yngri. Áhersla er lögð á kennslu á helstu grunnþáttum eins og skotum, sendingum, fótavinnu, knattraki og á boltaæfingar. Áhersla er lögð á að kenna yngstu iðkendum grunnþætti í gegnum leiki.

Dagskrá:
Föstudagur – Íþróttamiðstöð Laugardal 
17:00-17:30 Setning og kynning á þjálfaravef FIBA Europe Ágúst - Bóklegt
17:30-18:20 Skipulag þjálfunar og kennslufræði (yngri en 12 ára) Ágúst - Bóklegt
18:20-18:40 Matarhlé
18:40-20:00 Minnibolti og þjálfun barna Snorri - Bóklegt

Laugardagur – Íþróttahús Álftanesi
09:30-10:50 Sendingatækni, fótavinna og leikir Ágúst - Verklegt 
11:00-12:20 Boltaæfingar, knattrak, leikir og fótavinna Stefán - Verklegt
12:20-13:00 Matarhlé
13:00-14:20 Skottækni, fótavinna og leikir Ágúst - Verklegt
14:40-16:00 Vörn (Varnarstöður 1, 2, 3, 4 og 5) Stefán - Verklegt

Sunnudagur - Íþróttahús Álftanesi
09:30-10:50 Úrvalsbúðir KKÍ Ágúst – Bóklegt/Verklegt
11:00-12:20 Upphaf sóknar, V-hlaup (e. V-cut), sendingar og sniðskot Snorri - Verklegt
12:20-13:00 Matarhlé
13:00-14:20 Umræður (KKÍ 1b), próf (10%) Bóklegt/Verklegt
14:30-16:30 Verklegt próf (7,5%) og munnlegt próf (7,5%) Verklegt 

Fyrirlesarar eru Ágúst Björgvinsson, Snorri Örn Arnaldsson og Stefán Arnarson

Skráning á námskeiðið fer fram á kki@kki.is og er námskeiðisgjald 18.000 krónur.

mánudagurinn 27. júlí 2015 |

Stelpubúđir Helenu Sverris og Hauka

Áhugaverðar búðir hjá Helendu Sverris vinkonu okkar og félögum í Haukum.

 

föstudagurinn 3. júlí 2015 | Yngri flokkar

Sumarćfingar yngri flokka ađ hefjast

Sumaræfingar yngri flokka hefjast næskomandi þriðjudag, 7. júlí. Þær verða tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, milli 17-18. Það eru Nebojsa Knezevic og Gunnlaugur Gunnlaugsson Jr. sem sjá um æfingarnar en þær eru ætlaðar iðkendum sem fæddir eru 2004 og fyrr. Stefnt er að því að halda æfingunum úti fram yfir miðjan ágúst en það mun þó ráðast af aðsókninni.

Undanfarnar vikur hefur stór hópur krakka hist tvisvar í viku í útikörfu á Torfnesi en það var barna- og unglingaráð KFÍ að frumkvæði Árna Heiðars Ívarssonar sem kom því í kring með því að auglýsa ákveðinn tíma fyrir körfuna í facebook hópum yngri flokkanna. Nú sjá krakkarnir sjálfir að mestu um útikörfuna og er þetta skemmtilegur vettvangur fyrir þau til að hittast og halda sér aðeins við í körfunni um leið.

Síđa 1 af 228
Fylgdu okkur á
Facebook
Fylgdu okkur á
Twitter

Leikir og atburđir

Nćstu atburđir
Vefumsjón