Valmynd

ţriđjudagurinn 9. febrúar 2016 | Yngri flokkar

10. flokkur í fjölliđamóti

10. flokkur lagði land undir fót  í ófærðinni um síðustu helgi og braust af harðfylgi til Grindavíkur og til baka.

 

Lagt var í hann kl. 07.00 að laugardagsmorgni og rétt náðum við í fyrsta leik kl. 14.30, vorum mættir á svæðið 14.20.  Drengirnir drifu sig í búninga og ekkert spáð í ferðaþreytu og tekist á við sameiginlegt lið Hattar og Sindra.  Strákarnir mættu klárir í leikinn og byrjuðu meðlátum, komust í 7-0 og 12-2.  Hattarmenn náðu síðan að klóra í bakkann og staðan eftir fyrsta fjórðung 17-12 fyrir okkur.    Fjórðungur nr. 2 var einnig ströggl, full mikið af mistökum og staðn í hálfleik 22-19.  Skemmst er síðan að segja frá því að síðari hálfleikur vannst með yfirburðum 41-8 og lokatölur 63-27.  Strákarnir fóru að spila fína vörn og keyra upp hraðan sem skilaði sér í þessum góða sigri.

Stigin:

 

Hilmir Hallgrímsson 15 2  4-3
Hugi Hallgrímsson 14    4-2
Haukur Rafn Jakobsson 12    2-2
Benedikt Hrafn Guðnason 8    8-2
Blessed Parilla 6    
Tryggvi Fjölnisson 5 1  
Egill Fjölnisson 2    
Daníel Wale 1    2-1

 Þorleifur Ingólfsson og Stefán Ragnarsson skoruðu ekki en stóðu sig vel.

 

Leikur #2

KFÍ-Fjölnir  83-48

Fjölnismenn urðu næstu andstæðingar.  Fram að þessu höfðum við ekki unnið Fjölni í þessum aldursflokki og sigurinn því kærkominn.  Strákar spiluðu vel, vörnin var góð og mörg stig fengust úr hraðaupphlaupum.

Stigin:

  Stig Þristar Víti
Hilmir Hallgrímsson 21 3  
Haukur Rafn Jakobsson 12    
Hugi Hallgrímsson 10 2  
Daníel Wale 10    1-0
Benedikt Hrafn Guðnason 8    4-0
Egill Fjölnisson 8    
Stefán Ragnarsson 6    
Blessed Parilla 4    
Tryggvi Fjölnisson 4    

 

Þetta þýddi að lokaleikurinn gegn Grindavík var hreinn úrslitaleikur um sigur í riðlinum og strákarnir því ákveðnir að koma sér upp í C-riðil.

Við byrjuðum leikinn vel, komumst í 5-0 en Grindvíkingar jafna.  Leikur var síðan jafn fram í hálfleik og staðan þá 21-21.  Nokkuð var farið af draga af okkar mönnum, Bensi lasinn og gat ekki spilað og síðan missum við Hauk í ökklameiðsli í 3. fjórðung.  Samhliða þessu hertu Grindvíkingar á vörninni og ýttu okkur út úr okkar leik og fórum við að taka verri skot og tapa boltum.  Síðari hálfleikur fór 29-16 fyrir Grindavík og leikur því 50-37.  Strákarnir börðust vel og reyndu hvað þeir gátu en Grindavík of stór biti.

Stigin:

  Stig Þristar Víti
Hilmir Hallgrímsson 12 3  2-1
Daníel Wale 8 1 2-0
Egill Fjölnisson 7 1  
Haukur Rafn Jakobsson 6    4-2
Hugi Hallgrímsson 4    

 

Heilt yfir var mótið þó gott af okkar hálfu.  Liðið að spila fínan körfubolta á köflum og hefur fararstjóri ekki séð svo fínan körfubolta áður frá drengjunum.  Liðið í mikilli framför hjá Nebojsa þjálfara.  Nú er bara að æfa vel fram að næsta móti og vinna D-riðilinn.

 

Venju skv. voru strákarnir sér og liði sínu til mikils sóma

mánudagurinn 8. febrúar 2016 | Mfl. karla

KFÍ mćtir Hamri

Á morgun, þriðjudaginn 9. febrúar, er komið að leik KFÍ og Hamars í 1. deild karla í körfubolta hér heima. Leikurinn átti að fara fram síðastliðinn föstudag en var frestað vegna veðurs. Leikurinn hefst líkt og venja er kl. 19:15.

 

Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkar menn og hvetjum við því alla til að mæta og styðja við bakið á liðinu.

 

Að vanda verður leikurinn í beinni útsendingu á Jakinn-TV.

 

Grillið fær þó frí að þessu sinni en sjoppan verður opin.

mánudagurinn 8. febrúar 2016 | Yngri flokkar

Orkubú Vestfjarđa styrkir samstarf KFÍ og HSS

Síðastliðinn miðvikudag veitti Orkubú Vestfjarða sína árlega samfélagsstyrki og hlutu Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar (Vestri) og Héraðssamband Strandamanna sameiginlegan styrk að upphæð 150.000 krónur. Styrkurinn er veittur til samstarfsverkefnis félaganna í yngri flokkum körfunnar en drengir af Ströndum hafa leikið með tveimur flokkum KFÍ í vetur, annarsvegar 8. flokki og hinsvegar 10. flokki.

 

Birna Lárusdóttir, formaður barna- og unglingaráðs KFÍ, veitti styrknum viðtöku við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum Orkubúsins að Stakkanesi á Ísafirði. Það var Kristján Haraldsson, orkubússtjóri, sem afhenti styrkina en alls bárust 57 umsóknir í sjóðinn.  Að þessu sinni var veittur 31 styrkur samtals að upphæð þrjár milljónir króna.

 

Þetta er í þriðja sinn sem yngri flokkar KFÍ hljóta samfélagsstyrk OV og hafa styrkirnir komið sér afar vel fyrir rekstur yngri flokka félagsins. Er Orkubúi Vestfjarða færðar bestu þakkir fyrir þennan mikilvægan stuðning.

laugardagurinn 6. febrúar 2016 | Yngri flokkar

Gott gengi strákanna og stelpunýliđarnir stimpla sig rćkilega inn

Báðir 8. flokkar KFÍ (Vestra), stelpna og stráka, kepptu í Íslandsmóti um síðustu helgi en mótin fóru bæði fram í Reykjavík. Strákarnir sóttu ÍR heim í Hertz-hellinn en stelpurnar voru gestir Valsstúlkna á Hlíðarenda. Þær spiluðu aðeins á sunnudeginum og hófu leik snemma dags gegn b-liði Vals sem þær unnu auðveldlega 18-16. Leikurinn var aldrei í hættu þótt tölurnar tali öðru máli. Hinsvegar reyndist a-lið gestgjafanna öllu erfiðara og tapaðist sá leikur með miklum mun, 20-50. Segja má að stelpurnar hafi varla séð til sólar í þeim leik. Lokaleikurinn var gegn KR og voru stelpurnar staðráðnar í að gera betur þar. Þær buðu upp á hörkuleik þar sem leikgleðin var allsráðandi. Staðan var hnífjöfn í leikhléi 18-18 en eftir mikla baráttu og hörkuvörn KR stelpna tapaðist leikurinn með 8 stigum 34-42. Engu að síður var þetta frábær leikur sem var bæði skemmtilegur og spennandi.

 

Flott helgi er að baki hjá KFÍ stúlkum sem hafa tekið miklum framförum í vetur undir stjórn Nökkva Harðarsonar. Hafa ber í huga að liðið er nær alfarið skipað nýliðum, flestar stelpurnar stigu sín fyrstu skref á körfuboltavellinum í haust og verður því gaman að sjá þær halda áfram að bæta sig. 

 

Strákarnirí 8. flokki  voru ósigraðir eftir tvær umferðir mótsins og höfðu unnið sig upp úr D-riðli í B-riðil. Þar mættu þeir fyrst gestgjöfunum í ÍR, en einnig Breiðablik, Stjörnunni og Ármenningum sem voru að koma niður úr A-riðli. Okkar menn töpuðu fyrsta leiknum gegn ÍR með þremur stigum en gerðu sér lítið fyrir og sigruðu hina þrjá leikina nokkuð örugglega. Þeir voru því einungis þremur stigum frá því að komast upp í A-riðilinn í þessari fyrstu atrennu. Tvær umferðir eru enn eftir í 8. flokki og viðbúið að strákarnir mæti vaskir til leiks í næstu umferð í lok febrúar undir stjórn Hákons Ara Halldórssonar, þjálfara.

 

Fyrir áhugasama fylgir hér stigaskorið sem Hákon Ari tók saman úr leikjunum fjórum:

 

Laugardagur: Fyrsti leikur móts gegn stóru liði ÍR, fyrsta tap mótsins og fyrsta tap strákana í vetur, c'est la vie.

Lokatölur 36-33
Egill - 8
Hilmir - 12
Blessed - 2
Hugi - 11

 

Laugardagur: Annar leikur gegn Ármenningum, Ármann kemur úr A-riðli og er með sterkt lið.
Lokatölur 40-46 sigur.
Blessed -2
Egill - 9
Hilmir - 17
Friðrik - 8
Hugi - 10

 

Sunnudagur: Þriðji leikur móts gegn a-liði Stjörnunnar. 
Lokatölur 28-44 sigur.
Blessed - 4
Egill - 5
Hilmir - 24
Friðrik - 2
James - 3
Hugi - 6

 

Sunnudagur: Fjórði og síðasti leikur gegn Breiðablik.
Lokatölur 36-48 sigur.
Blessed - 2
Egill - 16
Hilmir - 15
Friðrik - 2
Hugi - 13

föstudagurinn 5. febrúar 2016 | Mfl. karla

Leik frestađ KFÍ-Hamar

Búið er að fresta leik KFÍ og Hamars sem átti að vera í kvöld vegna ófærðar. Nýr leikdagur er þriðjudagurinn 9. febrúar kl. 19.15.

Síđa 1 af 243
Fylgdu okkur á
Facebook
Fylgdu okkur á
Twitter

Leikir og atburđir

Nćstu atburđir
Vefumsjón