Valmynd

mivikudagurinn 28. janar2015 | Mfl. kvenna,Mfl. karla

Tveir leikir framundan

Um helgina fara fram heimaleikir bæði hjá karla- og kvennaliði KFÍ. Karlaliðið mætir Hamri frá Hveragerði í 1. deild karla, föstudaginn 30. janúar kl. 19.15, og kvennaliðið mætir Tindastól frá Sauðrárkróki í 1. deild kvenna laugardaginn 31. janúar kl. 16:00.

 

Hamarsmenn eru með sterkt lið sem er til alls líklegt og situr í þriðja sæti deildarinnar. Gengi þeirra í upphafi árs, undir stjórn nýs þjálfara Hallgríms Brynjólfssonar, hefur reyndar verið missjafnt en í síðustu umferð sigruðu þeir Þór Akureyri sannfærandi og eru því e.t.v. komnir á beinu brautina á ný. Það verður ekki annað sagt en að gengi okkar manna hafi einnig verið brokkgeng á nýju ári en KFÍ liðið hefur ýmist átt skínandi góða leiki eða arfaslaka. Í ljósi gengis liðanna í síðustu leikjum má ætla að einbeiting og dagsform skeri úr um sigurvegarann.

 

Á laugardaginn mæta KFÍ konur svo liði Tindastóls en liðin hafa þegar mæst einu sinni í vetur og þá unnu okkar stúlkur stórsigur á Skagfirðingum á útivelli 46-71. Sá leikur hefur þó ekkert að segja um helgina enda má ætla að Tindastólsstúlkur mæti mun sterkari til leiks en í fyrri leiknum þar sem þær hafa nælt sér í nýjan Kana, Tikeyia Ann Johnson, sem fór mikinn í fyrsta leik sínum með liðinu í síðustu umferð gegn Fjölni og skoraði 29 stig. Tindastólsstúlkur eru því sýnd veiði en ekki gefin og má ætla að framlag annarra leikmanna en Kananna í liðunum muni skera úr um sigurvegara leiksins.

 

Að vanda verður svo fírað upp í Muurikka pönnunni fyrir leikinn á föstudagskvöld og boðið upp á ljúffenga hamborgara og á laugardaginn verður sjoppan að sjálfsögðu opin með góðum veitingum.

 

Tveir spennandi leikir sem við hvetjum alla stuðningsmenn KFÍ til að sækja!

fimmtudagurinn 22. janar2015 | Mfl. kvenna

LEIK FRESTA! Stelpurnar mta topplii Njarvkur

LEIK FRESTAÐ!
Ágætu stuðningsmenn!
Vegna slæms veðurútlits seinnipartinn í dag laugardag og á morgun hefur móststjórn KKÍ í samráði við félögin ákveðið að fresta leik KFÍ og Njarðvíkur í 1. deild kvenna sem fram átti að fara í dag kl. 16:30..
Nýr leiktími er væntanlega í mars en verður að sjálfssögðu auglýstur nánar síðar.

Kvennalið KFÍ mætir Njarðvík í 1. deildinni laugardaginn 24. janúar kl. 16:30 á Torfnesi. Njarðvíkur stúlkur sitja á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og hafa því ekki enn tapað leik. Það verður því við ramman reip að draga á laugardaginn en okkar stúlkur hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og hafa sigrað þrjá leiki í röð og sitja nú í þriðja sæti deildarinnar.

 

Hvetjum alla til að mæta á Jakann og styðja við bakið á stelpunum!

mivikudagurinn 21. janar2015 | Mfl. kvenna

Alexandra gengin til lis vi KF

Miðherjinn Alexandra Sif Herleifsdóttir er gengin til liðs við KFÍ. Alexandra hefur leikið með kvennaliði KFÍ í haust í gegnum venslasamning við Breiðabliki en hefur nú fært sig alfarið yfir til KFÍ. Hún er uppalin í Breiðabliki og lék með liðinu síðasta tímabil þegar Blikastúlkur sigruðu 1. deildina og unnu sér keppnisrétt í úrvalsdeild. Á síðasta tímabili með Blikum var Alexandra með 7,1 stig og 6,4 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur átt við nokkuð erfið meiðsli í hnéi að stríða síðustu ár en hefur á yfirstandandi tímabili með KFÍ stöðugt verið að bæta leik sinn og aukið framlag sitt. Í síðasta leik gegn Fjölni reif hún t.d. niður 13 fráköst og skoraði 7 stig en að meðaltali hefur hún tekið 7 fráköst og skorað 5 stig með KFÍ.

 

Stjórn KFÍ býður Alexöndru velkomna til KFÍ og hlakkar til að sjá hana vaxa enn frekar sem leikmaður það sem eftir lifir tímabilsins.

sunnudagurinn 18. janar2015 | Mfl. karla

Gur tisigur og strleikur hj Nebojsa

KFÍ vanna annan leikinn í röð þegar strákarnir lögðu Breiðablik á útivelli í kvöld með 94 stigum gegn 81. Nebojsa Knezevic átti sannkallaðan stórleik og skoraði hvorki meira né minna en 43 stig auk þess að taka 5 fráköst, stela boltanum 5 sinnum og efa 3 stoðsendingar. Það gekk allt upp hjá Nebojsa í kvöld því hann var með 83% þriggja stiga nýtingu og 86% tveggja stiga nýtingu. Sannkallaður stórleikur hjá honum!

 

Pance átti einnig góðan leik og skoraði 20 stig, Björgvin setti 8 stig, Birgir Björn og Jóhann Jakob 6 stig hvor, Gunnlaugur 5 og Andri Már, Birgir þjálfari og Florian voru hver og einn með 2 stig.

 

Hjá heimamönnum skiptist stigaskorið nokkuð jafnt en stigahæstir voru þeir Egill Vignisson og Pálmi Geir Jónsson með 14 stig hvor.

 

Nánari upplýsingar um tölfræði leiksins má nálgast á vef KKÍ.

fstudagurinn 16. janar2015 | Yngri flokkar

Mikil glei Krfuboltadegi KF

Körfuboltadagur KFÍ var haldinn með pomp og prakt á laugardaginn var og tóku hátt í 50 krakkar úr yngri flokkum félagsins þátt í honum. Barna- og unglingaráð stóð fyrir deginum sem hófst á æfingabúðum fyrir 8-15 ára krakka undir stjórn Labrenthiu Murdock, þjálfara og leikmanns meistaraflokks kvenna og Nebojsa Knezevic, leikmanns meistaraflokks karla. Leikmenn úr báðum meistaraflokkum félagsins aðstoðuðu einnig við þjálfunina og tókust búðirnar afar vel en markmiðið með þeim var að auka tækni og boltafærni iðkenda og skemmta sér í leiðinni.

 

Kristín Hálfdánsdóttir, svæðisstjóri Landflutninga/Samskipa á Ísafirði kom færandi hendi og gaf öllum iðkendum búðanna æfingaboli en bolirnir eru liður í öflugu samstarfi KKÍ og Landflutninga um eflingu yngri flokka körfuboltans um allt land.

 

Að búðunum loknum var boðið uppá pizzuveislu og að því búnu tók við fyrri leikur meistaraflokks karla sem fékk Þór Akureyri í heimsókn þessa helgi. Það var því sannkölluð körfuboltastemming á Torfnesi alla síðastliðna helgi. Ljóst er að margir ungir og efnilegir leikmenn leynast í yngri flokkum félagsins og verður spennandi að fylgjast með gengi flokkanna okkar á næstu misserum. Framundan eru bæði fjöllliðamót og minniboltamót en þar ber hæst Nettómótið í Reykjanesbæ sem fer fram helgina 6.-8. mars næstkomandi. Stefnt er að því að fara með sem flesta KFÍ iðkendur á Nettó líkt og gert hefur verið síðustu ár en mótið er ætlað iðkendum sem fæddir eru árið 2004 og síðar. 

Sa 1 af 217
Fylgdu okkur
Facebook
Fylgdu okkur
Twitter

Leikir og atburir

Nstu atburir
Vefumsjn