Valmynd

mánudagurinn 19. september 2016 | Mfl. karla

Sigur í fyrsta leik undir merkjum Vestra

Meistaraflokkur karla gerði góða ferð upp á Skaga í gær þegar ÍA og Vestri áttust við í æfingaleik. Okkar menn gerðu sér lítið fyrir og unnu sannfærandi sigur á ÍA með 95 stigum gegn 70. Leikurinn var sögulegur því þetta var fyrsti meistaraflokksleikurinn okkar undir merkjum Vestra og því vel við hæfi að hefja þá göngu með sigri.

...
Meira
fimmtudagurinn 8. september 2016 | Mfl. karla

Nebojsa semur viđ Vestra

Serbneski framherjinn Nebojsa Knezevic hefur samið við Vestra á nýjan leik. Nebó lék með KFÍ í úrvalsdeildinni tímabilið 2010-2011 og sneri svo aftur vestur á Ísafjörð haustið 2014 og hefur leikið með liðinu síðan. Nebó er því orðinn sannkallaður heimamaður sem hefur skilað góðu starfi til körfuboltans á Ísafirði, bæði sem leikmaður og þjálfari yngri flokka.

...
Meira
fimmtudagurinn 8. september 2016 | Yngri flokkar

Aldrei fleiri á Körfuboltadeginum

Nærri lætur að hátt í 200 manns hafi verið á Körfuboltadegi Vestra á Torfnesi í gær þegar mest var og hafa aldrei fleiri sótt þann viðburð. Þjálfarar og leikmenn meistaraflokks karla sáu um körfuboltaleiki fyrir iðkendur en barna- og unglingaráð Kkd. Vestra bauð síðan í pylsupartí. Það má því með sanni segja að körfuboltavertíðin 2016-2017 fari vel af stað.

 

Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu ár og býður körfuboltadeildin alla áhugasama krakka velkomna á æfingar. Yngstu iðkendurnir æfa gjaldfrjálst allan veturinn en nýjum iðkendum í fimmta bekk og upp úr býðst að prófa æfingar gjaldfrjálst í tvo mánuði.

miđvikudagurinn 7. september 2016 |

Körfuboltadagurinn er í dag

Hinn árlegi Körfuboltadagur fer fram í íþróttahúsinu Torfnesi í dag og er nú haldinn í fyrsta sinn undir merkjum Körfuknattleiksdeildar Vestra. Fjörið hefst kl. 18.15 og lýkur með pylsugrilli um 19.30. Deginum er ætlað að marka upphaf vetrarstarfs yngri flokka félagsins, æfingatafla vetrarins er kynnt og farið í ýmsa leiki og sprellað undir stjórn þjálfara yngri flokkanna og liðsmanna meistaraflokks karla. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma á Torfnes í dag og kynna sér vetrarstarfið og þessa skemmtilegu boltaíþrótt.

 

Vetraræfingar yngri flokka hófust 1. september og er boðið upp á skipulagðar æfingar fyrir börn og unglinga frá leikskólaaldri og upp í 10. bekk grunnskóla. Valinn þjálfari stýrir hverjum hópi en yfirþjálfari Kkd Vestra er Yngvi Páll Gunnlaugsson.

miđvikudagurinn 31. ágúst 2016 | Tilkynningar

Ćfingatafla Vestra tilbúin

Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Vestra fyrir veturinn 2016-2017 er nú tilbúin og hefjast æfingar samkvæmt henni á morgun, fimmtudaginn 1. september. Flestar æfingar félagsins fara fram í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði en einnig er æft í íþróttahúsinu í Bolungarvík í samstarfi við UMFB auk þess sem yngstu iðkendurnir æfa á Austurvegi á Ísafirði. Einnig er verið að skoða möguleikann á því að bjóða upp á æfingar á Þingeyri og Suðureyri í vetur en slíkar æfingar voru í boði á Suðureyri eftir áramót og mæltust vel fyrir.

 

Þjálfarateymi deildarinnar er afar vel mannað í ár. Yngvi Páll Gunnlaugsson er nýráðinn yfirþjálfari Kkd Vestra og er hann fluttur vestur með fjölskyldu sína. Hann þjálfar meistaraflokk karla auk þess sem hann stýrir tveimur yngri flokkum og hefur yfirumsjón með starfi yngri flokkanna. Aðrir aðalþjálfarar vetrarins eru: Birgir Örn Birgisson, Stefanía Ásmundsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson og Nökkvi Harðarson. Auk þeirra munu ýmsir aðstoðarþjálfarar leggja félaginu lið en í mörg horn verður að líta í vetur þar sem iðkendafjöldinn fer stöðugt vaxandi og fleiri æfingahópar verða skráðir í Íslandsmót í vetur en verið hefur um langt skeið.

 

Hér er hægt að nálgast æfingatöflu Kkd Vestra 2016-2017.

Síđa 1 af 251
Fylgdu okkur á
Facebook
Fylgdu okkur á
Twitter

Leikir og atburđir

Nćstu atburđir
Vefumsjón