Valmynd

fimmtudagurinn 30. oktber2014 | Mfl. karla

Powerade bikarinn KF r orlkshfn

KFÍ mætir úrvalsdeildarliðinu Þór frá Þorlákshöfn í 32-liða úrslitum Powerade bikarsins hér heima sunnudaginn 2. nóvember kl. 19.15. 

...
Meira
mivikudagurinn 29. oktber2014 |

Dmaranmkei KK nvember

Körfuknattleikssamband Íslands stendur fyrir dómaranámskeið nú í nóvember.  Námskeiðið mun verða kennt á veraldravefnum með fjarkennslu.

 

KFÍ hvetur alla áhugasa til að skrá sig á kki@kki.is.  Kostnaður við námskeiðið er kr. 4.000 og mun KFÍ greiða gjaldið.  Nánari upplýsingar má finna hér á vef KKÍ.

http://kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=12657

 

 

 

mivikudagurinn 29. oktber2014 | Yngri flokkar

KF-krakkar selja kaffi

Í kvöld, miðvikudaginn 29. október, munu iðkendur í yngri flokkum KFÍ að ganga í hús og selja eðalkaffi frá Te og kaffi. Seldar verða tvær tegundir af kaffi og hægt að fá bæði baunir og malað kaffi. Um er að ræða 400 gr poka sem kosta 1.500 krónur. Við biðjum fólk að taka vel á móti krökkunum og styðja við bakið á þeim í þessari fjáröflun fyrir keppnisferðir vetrarins.

sunnudagurinn 26. oktber2014 | Mfl. kvenna

Brttuleikur gegn Stjrnunni

Kvennalið KFÍ tapaði baráttuleik gegn Stjörnunni dag, sunnudaginn 26. október, 69-79. Stjörnukonur tefla fram sterku liði og hafa verið á miklu flugi í upphafi keppnistímabilsinsog höfðu unnið báða leiki sína fram að þessu með 20 stiga mun. KFÍ stelpur áttu í fullu tréi við Stjörnuna í leiknum og sýndu baráttu og dugnað sem mun skila miklu í vetur.

...
Meira
laugardagurinn 25. oktber2014 | Yngri flokkar

9. flokkur fjlliamti

Um síðastliðna helgi tók 7. – 9. flokkur KfÍ þátt  í 9. flokks fjölliðamóti.  Liðið lék 3 leiki og töpuðust þeir allir.  Þurfti liðið að kljást við veikindi, meiðsli og eldri stráka.  Heilt yfir var frammistaðan ásættanleg, leikmenn voru baráttuglaðir þó svo á stundum væri við ofurefli að etja.  Gott spil sást og strákar greinilega í framför.

Leikur #1

KFÍ – Njarðvík 42-57

Okkar drengir byrjuðu vel, komust í 7-0 og  voru að spila ágætlega, gott samspil og fínn varnarleikur.   Svo fór að halla undan og Njarðvíkingar ná góðri forystu sem við náum ekki að vinna upp þrátt fyrir góða baráttu.

 

Stigin:

Haukur Jakobsson 19

Hugi Hallgrímsson 8

Rúnar Guðmundsson 5

Hilmir Hallgrímsson 4

Tryggvi Fjölnisson 2

Blessed Parilla 2

Benedikt Guðnason 2

Daníel Wale 0

Þorleifur Ingólfsson 0

Egill Fjölnisson 0

 

Leikur #2

KFÍ – Hamar  28-68

 

Okkar menn byrja vel, ná forystu 8- 3 en klára fyrsta fjórðung illa og staðan eftir fyrsta 8-15.  Í kjölfarið missa drengirnir móðinn gegn sterkum Hamarsmönnum sem unnu riðilinn.   Veikindi lykilmanna hjálpuðu ekki til en ódýrt að fela sig á bak við afsakanir.  Sumir drengjanna gáfust þó aldrei upp og börðust allan tímann og eiga hrós skilið.  Alltaf að gera sitt besta þó svo andstæðingurinn sé erfiður.

Stigin:                

Haukur 12

Blessed 6

Tryggvi 4

Daíel 4

Hugi 2

 

Leikur#3

KFÍ – Ármann 62-45

Á ýmsu gekk í þessum leik.  Haukur gat ekki verið með sökum veikinda, Rúnar náði í sína 5. villu í 2. fjórðungi og Hugi meidd sig á fingri í þeim þriðja og Tryggvi á mjöðm í þeim fjórða.  Hinir sem eftir stóðu gáfu sig í verkefnið og stóðu sig stórvel og hinar reyndar á meðan þeirra naut við.  Ágætis leikur af okkar hálfu, stórfínt spil á köflum og strákar nýttu síðustu orkudropana vel en þetta var þriðji leikur þeirra á sama deginum. Mótið var klárað á einum degi þar sem Sindri frá Hornafirði þurfti að draga lið sitt úr keppni.

Stigin:

Hilmir 11
Rúnar 8
Daníel 7
Bensi 6

Tryggvi 5

Blessed 4
Egill 2

 

Uppskeran var því enginn sigur í þremur leikjum.  Hið jákvæða sem við getum tekið úr þessu er baráttugleði drengjanna sem og greinilegar framfarir, farnir að spila mun betur saman.  Hafa þarf í huga að sumir okkar manna eru að spila 2 ár upp fyrir sig sem er erfitt á þessum aldri en það þýðir að þeir fá bara þeim mun meira út úr þessu.

 

 

 

 

 

 

Sa 1 af 211
Fylgdu okkur
Facebook
Fylgdu okkur
Twitter

Leikir og atburir

Nstu atburir
Vefumsjn