Valmynd

04. maí 2016 - kl: 11:00 | Yngri flokkar

Nýliđarnir reynslunni ríkari eftir viđburđarríkan vetur

Á leiđ suđur til keppni um helgina skelltu túlkurnar í 8. flokki sér í göngutúr upp á Grábrók í Borgarfirđi. Nökkvi Harđarson, ţjálfari, lét sig ekki vanta í fjallgönguna. Mynd: Kjartan Árnason, fararstjóri.
Á leiđ suđur til keppni um helgina skelltu túlkurnar í 8. flokki sér í göngutúr upp á Grábrók í Borgarfirđi. Nökkvi Harđarson, ţjálfari, lét sig ekki vanta í fjallgönguna. Mynd: Kjartan Árnason, fararstjóri.

Stúlkurnar í 8. flokki KFÍ (Vestra) luku keppni í C- riðli fimmtu og síðustu umferðar Íslandsmótsins um síðustu helgi. Þær eru nær allar nýliðar í körfubolta en hafa tekið stórstígum framförum á stuttum tíma og eru reynslunni ríkari eftir viðburðarríkan vetur.

 

Þar sem stelpurnar komu nýjar til leiks í haust hófu þær keppni í C-riðli og enduðu veturinn einnig þar. Mót helgarinnar fór fram í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Fyrsti leikurinn var á móti b liði Vals og áttu KFÍ stelpur virkilega flottan leik. Þær börðust og spiluðu hörku vörn og unnu leikinn sannfærandi 36-24. Þess má til gamans geta að KFÍ stúlkur fengu aðeins 4 stig á sig í fyrri hálfleik - flottur og virkilega verðskuldaður sigur.

 

Næsti leikur fór fram strax í kjölfar þess fyrsta og fengu KFÍ stúlkur litla sem enga hvíld fyrir leikinn gegn skemmtilegu KR liði. Það sást fljótlega að KR stúlkur höfðu meiri orku og keyrðu því hart á okkar stúlkur. Staðan í hálfleik var 8-20 KR í vil. KFÍ stúlkur komu sterkari inn í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn niður í 6 stig. Þá var búið að ganga heldur betur á orkuforðann og KR stelpur tóku öll völd. Lokatölur voru 21-47 fyrir KR.

 

Þriðji og síðasti leikurinn var á móti gríðarsterku a liði Vals. Valur byrjaði af miklum krafti með svokallaða pressuvörn sem KFÍ stúlkur lentu í smá vandræðum með að leysa. Það dró því strax verulega í sundur með liðunum en KFÍ stúlkur gáfust aldrei upp. Baráttan og leikgleðin voru til staðar fram á síðustu mínútu en leikurinn endaði með stórum sigri Vals 40-12.

Að baki er frábær vetur hjá 8. flokki kvenna. Þegar haft er í huga að þetta er fyrsti veturinn sem þær keppa saman sem flokkur og langflestar eru að stíga sín fyrstu spor á keppnisvellinum þá er árangurinn undraverður. Nökkvi Harðarson, þjálfari stúlknanna, á mikið hrós skilið fyrir frábæra þjálfun og einstaklega gott utanumhald.

 

Það verður áhugavert í alla staði að fylgjast með framgangi þessa öfluga hóps næsta vetur. Ef stúlkurnar verða duglegar að æfa sig í sumar og koma af krafti til leiks næsta haust geta þær náð enn betri árangri á næstu leiktíð. Áfram Vestri!

03. maí 2016 | Yngri flokkar

Uppskeruhátíđin sjaldan eđa aldrei fjölmennari

Uppskeruhátíđ yngri flokka KFÍ (Vestra) fór fram á Torfnesi í gćr og muna elstu menn varla eftir öđru eins fjölmenni á sambćrilegum hátíđum félagsins. Ţetta...
02. maí 2016 | Tilkynningar, Stjórn KFÍ

Ađalfundur KFÍ 2016

Ađalfundur KFÍ 2016 verđur haldinn fimmtudaginn 12. maí. Fundurinn fer fram á veitingastađnum Viđ Pollinn á Hótel Ísafirđi og hefst kl. 18.00. Fundurinn mar...
27. apríl 2016 | Yngri flokkar

Uppskeruhátíđ yngri flokka

Viđburđaríkt vetrarstarf yngri flokka KFÍ er senn á enda og lýkur ćfingum í flestum flokkum nú um helgina. Elstu iđkendurnir eru ţó enn í Íslandsmótum og ve...
15. apríl 2016 |

Undanúrslit: KFÍ-B gegn Gnúpverjum

Ţá er komiđ ađ stćrsta leik ţessa tímabils! Flaggskipiđ, KFÍ-B, tekur á móti Gnúpverjum í undanúrslitum 3. deildarinnar. Líkt og í 8-liđa úrslitum er hér á ...
12. apríl 2016 | Yngri flokkar

Unnu D-riđil í síđasta móti vetrarins

Síđasta mót vetrarins hjá 10. flokki drengja fór fram í Sandgerđi síđustu helgi. Á dagskrá voru ţrír leikir í D-riđli ţar sem mótherjarnir voru Reynir Sandg...
08. apríl 2016 | B-liđ karla

Úrslitakeppni: KFÍ-B gegn Kormáki

Körfuboltatímabilinu er sannarlega ekki lokiđ! Nú hefst úrslitakeppni hjá „flaggskipinu“ b-liđi KFÍ sem leikur til úrslita í 3. deild karla. Í 8...
06. apríl 2016 | Yngri flokkar, Stjórn KFÍ, Mfl. karla

Yngvi Gunnlaugsson ráđinn yfirţjálfari

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra (KFÍ) hefur ráđiđ Yngva Pál Gunnlaugsson til starfa sem yfirţjálfara deildarinnar. Yngvi Páll mun ţjálfa meistaraflokk ...
30. mars 2016 | Ýmislegt

#HeForShe átak KKÍ, Domino's og UNICEF

#‎HeForShe miđar ađ ţví hvetja karlmenn og stráka til vitundar um hvernig ţeir geta lagt baráttunni liđ í nćrumhverfi sínu.   Samkvćmt rannsókn á vegu...
#‎HeForShe miðar að því hvetja karlmenn og stráka til vitundar um hvernig þeir geta lagt baráttunni lið í nærumhverfi sínu.

]"> Meira
Fylgdu okkur á
Facebook
Fylgdu okkur á
Twitter

Leikir og atburđir

Nćstu atburđir
Vefumsjón