Valmynd

28. september 2015 - kl: 09:00 | Mfl. karla

KFÍ lýkur keppni í Lengjubikar karla

Florijan Jovanov. Mynd: Ingvi Stígsson
Florijan Jovanov. Mynd: Ingvi Stígsson

KFÍ lauk keppni í Lengjubikar karla með tapi fyrir úrvalsdeildarliði Grindavíks í gær. Grindvíkingar höfðu fyrir leikinn tryggt sér sigur í D-riðli bikarsins og mæta Stjörnunni í 8. liða úrslitunum.

 

KFÍ varð fyrir áfalli strax á upphafsmínútum leiksins þegar leikstjórnandi liðsins, Daníel Þór Midgley, þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Leikstjórnandastaðan hjá KFÍ virðist því vera eitt hættulegasta starfið á Íslandi því allir fimm leikstjórnendur liðsins, þeir Daníel, Kjartan Steinþórsson, Nebojsa Knezevic, Hákon Ari Halldórsson og Pance Ilievski, eru frá vegna meiðsla og því skal engan undra að nokkrar svitaperlur hafi myndast á enni framherjans Florijan Jovanov þegar honum var tilkynnt að hann væri nýji leikstjórnandi liðsins.

Florijan komst þó vel frá sínu og var stigahæsti maður vallarins með 21 stig auk þess sem hann tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Hann slapp þó ekki frá leikstjórnandabölvuninni því seint í leiknum fékk hann högg á andlitið og er mögulega nefbrotinn.

Þrátt fyrir mikla baráttu og bættan leik hjá KFÍ að þá fóru leikar svo að lokum að Grindvíkingar sigruðu örugglega 64-104. Næsti leikur KFÍ er 16. október þegar liðið mætir Þór Akureyri í 1. deild karla.

 

Stigaskor KFÍ: Florijan Jovanov 21, Jóhann Friðriksson 11, Gunnlaugur Gunnlaugsson 10, Nökkvi Harðarson, 9, Björn Jónsson 9, Helgi Ólafsson 6

Tölfræði leiksins

24. september 2015 | Mfl. karla

KFÍ mćtir Grindavík

Á sunnudaginn kemur, ţann 27. september, mćtir KFÍ úrvalsdeildarliđi Grindavíkur í lokaleik D-riđils í Lengjubikarnum hér á heimavelli. Leikurinn hefst kl. ...
18. september 2015 | Mfl. karla

Íslandsmeistarar KR koma í heimsókn

Lengjubikarinn er kominn af stađ og fyrsti heimaleikur KFÍ fer fram laugardaginn 19. september kl. 16:00 og er ekki af verri sortinni. Ţá mćta sjálfir Íslan...
17. september 2015 | Stjórn KFÍ

Pistill formanns: Gleđjumst yfir leiknum – gleymum dómurunum

Kćru stuđningsmenn og iđkenndur.   Nú er körfuboltatímabiliđ nýhafiđ og ríkir mikil tilhlökkun međal leikmanna og stjórnar KFÍ ađ takast á viđ verkefni ko...
17. september 2015 | Mfl. karla

Kjartan Helgi semur aftur viđ KFÍ

Bakvörđurinn Kjartan Helgi Steinţórsson hefur samiđ viđ KFÍ um ađ leika međ liđinu á ný á komandi tímabili.   Kjartan er uppalinn hjá Grindvíkingum ţar se...
16. september 2015 | Mfl. karla

Leikmenn meistaraflokks KFÍ

Eins og fram hefur komiđ hér á síđunni, í vor og sumar, hafa orđiđ nokkrar breytingar á leikmannahópi KFÍ undanfariđ. Í stuttu máli má segja ađ hópurinn haf...
16. september 2015 | Mfl. karla

Útlileikur gegn Val

KFÍ hefur tímabiliđ međ útileik gegn 1. deildar liđi Vals á Hlíđarenda í Lengjubikarnum á morgun, fimmtudaginn 17. september. KFÍ leikur í D-riđli Lengjubik...
15. september 2015 | Stjórn KFÍ, Mfl. karla

Samiđ viđ Helga Hrafn og Helga Bergsteinsson

Ađ lokinni ćfingu í gćrkvöldi hjá meistaraflokki karla var nóg ađ gera hjá formanninum Ingólfi Ţorleifssyni ađ skrifa undir samninga. Auk Daníels Ţórs Midgl...
Fylgdu okkur á
Facebook
Fylgdu okkur á
Twitter

Leikir og atburđir

Nćstu atburđir
Vefumsjón